Blog Layout

Það eru allir að tala um steinefnasölt (electrolytes) !

Hvers vegna?

Jú því að fólk er farið að skilja betur hve mikilvæg það er líkamanum að halda vökvajafnvæginu í lagi – fyrir alla líkama, á öllum aldri og af öllum kynjum!


Komið hefur í ljós að fjölmörg einkenni vanheilsu geta tengst ójafnvægi í vökvabúskapnum.

Hefur þér dottið í hug að lélegt minni, orkuleysi, tíðar klósettferðir, sinadrættir og húðþurrkur get tengst þessu?


Steinefnasöltin eru mjög mikilvæg til að viðhalda þessu mikilvæga jafnvægi og langþægilegast er að taka þau inn sem bætiefni og þá í formi freyðitafla með náttúrulegum hráefnum, lausum við óæskileg aukaefni og sykur! Trace Minerals í vatnið....og þá hvetur það þig líka til að drekka meiri vökva í leiðinni!


Ef þú hreyfir þig mikið og svitnar, stundar íþróttir af kappi, ert komin á miðjan aldur, upplifir einkenni breytingaskeiðs, ert lasinn með einhverja skítapest (hvað svosem hún heitir), ert undir miklu álagi (andlegu eða líkamlegu), drekkur ekki nóg vatn, vinnur í þurru umhverfi, stundar mikla útivist eða ert á ketó mataræði.......þá einfaldlega þarftu að huga að inntöku á steinefnasöltum.


Meira um Trace Minerals hér:


Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: