Karl 45+

ORKA

JAFNVÆGI

VIÐHALD

Kaupa í áskrift

Fjölvítamín og steinefnablanda með auka D-vítamíni, sínki, burnirót og jurtablöndu.

Karl 45+ hentar mjög vel fyrir karla á aldrinum 45 og eldri. Bætiefnablandan er sérstaklega sett saman fyrir karla sem vilja viðhalda orku og huga að heilbrigði hjarta, ónæmiskerfis og blöðruhálskirtils.


Hvert einasta innihaldsefni í blöndunni er valið af kostgæfni og næringarefnin eru fengin beint úr náttúrunni: úr jurtum, ávöxtum og grænmeti sem eru rík af þeim. Þannig stuðlum við að hámarksnýtingu og höldum okkur fjarri óþarfa aukefnum.


Við mælum með að taka bætiefnin sem eru í boxinu "Karl 45+" með máltíð eða vatnsglasi fyrri hluta dags.



30 BÆTIEFNASKAMMTAR


Eitt bréf inniheldur einn dagsskammt með 5 hylkjum og töflum.


  • 1 x fjölvítamín- og steinefnablanda á náttúrulegu formi (Food state).
  • 2 x bætiefnablanda af betasítósteról, lýkópen, brenninetlurót og graskersfræjum.
  • 1 x burnirót (ekstrakt).
  • 1 x D3 vítamín úr jurtaríkinu.


Öll bætiefnin eru Vegan.

Mikil gæði | Minni sóun


  • Bætiefnaboxin eru endurvinnanleg og má flokka með lífrænum úrgangi. 




TAKTU BÆTIEFNAPRÓFIÐ

Ertu karl, 45 ára eða eldri, finnur e.t.v. fyrir því að orkan er ekki sú sama og áður, vilt huga að heilbrigðum blöðruhálskirtli og tryggja líkamanum öll helstu næringarefnin sem hann þarf á hverjum degi?


• KARL 45+ er sérhönnuð blanda fyrir karlmenn sem komnir eru yfir fertugt.


• Blandan inniheldur fjölvítamín- og steinefnablöndu á fæðuformi (food state), D-vítamín, burnirót, lýkópen, betasítósteról, brenninetlu, graskersfræ og vænan aukaskammt af sinki.


• Blandan inniheldur m.a. næringarefni sem styðja við eðlilega virkni tauga, vöðva, hjarta og ónæmiskerfis. Hún inniheldur öfluga blöndu B-vítamína sem stuðla einnig að eðlilegri orkuvinnslu og jurtablandan auk sinks eru talin styðja við eðlilega virkni blöðruhálskirtils


Orka

• B-vítamín, C-vítamín og magnesíum stuðla að eðlilegri orkumyndun og vinna gegn þreytu.


Hjarta

• B12, B6, fólat C- og A-vítamín stuðla að heilbrigði hjarta- og æðakerfis.


Blöðruhálskirtill

• Lýkópen, brenninetla og graskersfræ eru talin stuðla að heilbrigði blöðruhálskirtils.


Testósterónjafnvægi

• Sínk er mikilvægt til að viðhalda eðlilegu magni testósteróns í blóðinu.


Ónæmiskerfi

• D-vítamín, C-vítamín, sínk, selen, B-12 og fólat stuðla að eðlilegri virkni ónæmiskerfisins.


Hvaða kostum er varan gædd?


B vítamín

Öflug blanda B-vítamína stuðlar m.a. að eðlilegri orkumyndun, dregur úr þreytu og stuðlar að eðlilegri starfsemi tauga-, ónæmis- og hormónakerfis.



B12, fólat og B6 stuðla enn fremur að eðlilegum efnaskiptum hvað varðar hómósystein en það er amínósýra sem þarf að huga sérstaklega að með hækkandi aldri. Of hátt magn hómósýsteins í blóðinu hefur verið tengt við aukna hættu á hjartasjúkdómum, heilablóðfalli og heilabilun en B12, fólat og B6 stuðla að því að halda magninu innan eðlilegra marka.

D vítamín

Stuðlar m.a. að eðlilegri úrvinnslu kalks og viðhaldi beina og tanna , styrkir ónæmiskerfið og stuðlar að eðlilegri vöðvastarfsemi

A vítamín

Stuðlar að eðlilegri starfsemi hjartans og er ómissandi fyrir eðlilega slímhúð, húð, sjón og ónæmiskerfi.

C vítamín

Stuðlar m.a. að eðlilegri myndum kollagens, styrkir ónæmiskerfið og taugakerfið, ver frumur gegn oxunarálagi, eykur upptöku járns og dregur úr þreytu.

Magnesíum

Kemur víða við í líkamanum og stuðlar m.a. eðlilegri virkni tauga og vöðva, dregur úr þreytu og lúa og stuðlar að eðlilegu viðhaldi beina og tanna.


Joð

Stuðlar að eðlilegri starfsemi taugakerfis, eðlilegri húð og eðlilegri starfsemi skjaldkirtils.

Selen

Stuðlar að eðlilegu viðhaldi hárs og nagla auk þess að stuðla að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og skjaldkirtils.

Sink

Stuðlar m.a. að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfis og eðlilegu viðhaldi beina, tanna, húðar, hárs, nagla og sjónar.

Burnirót

Hefur verið notuð um árhundruð og er talin orkugefandi.

Graskersfræ

Innihalda m.a. mikið magn sínks og magnesíum auk ýmissa annarra næringarefna.


Kopar

Stuðlar m.a. að viðhaldi eðlilegra bandvefja, eðlilegri orkuvinnslu, eðlilegri starfsemi taugakerfis og ónæmiskerfis og eðlilegri starfsemi hárs og húðar.


Mangan

Er mikilvægt fyrir orkuvinnslu, bein og bandvefi.

K vítamín

Stuðlar að eðlilegri blóðstorknun og eðlilegu viðhaldi beina.

Lýkópen

Er öflugt andoxunarefni sem finnst m.a. í tómötum og rannsóknir benda til að það hafi góð áhrif á heilsu hjartans og geti hjálpað til við að koma í veg fyrir vandamál tengd blöðruhálskirtli

Brenninetla

Er rík af næringarefnum og rannsóknir benda til þess að hún geti hjálpað til við að koma í veg fyrir og draga úr einkennum vegna stækkunar í blöðruhálskirtli.


Hvaða box tikkar þú í?

Öll erum við ólík og þess vegna settum við saman 6 mismunandi pakka fyrir fólk með ólíkar þarfir.

Gleymir þú oft að taka bætiefnin þín?

Þessi blanda hentar körlum yfir fertugu sem vilja viðhalda orkunni og er umhugað um heilsu blöðuruhálskirtilsins.

Heilsuklúbburinn

Fáðu sendan fróðleik um heilsu og heilbrigt líferni

frá færustu sérfræðingum okkar.

Þú samþykkir að þær upplýsingar sem þú veitir verði nýttar til að hafa samband við þig og senda þér fréttabréf sem og annað markaðs- og kynningarefni á vegum Númer eitt þegar við á.

Með því að smella hér að neðan samþykkir þú að við gætum unnið úr upplýsingum þínum.


Share by: