Blog Layout

Hvers vegna notum við hafþyrnisolíu og ilmkjarnaolíur í Númer eitt handsprittið okkar?

Númer eitt

HAFÞYRNISOLÍA – OMEGA7

Við ákváðum að nota hafþyrnisolíu í vörurnar okkar til að vinna á móti þurrkandi áhrifum spritt notkunar. Hafþyrnisolían er algjör ofur olía með mikla virkni en er þekktust fyrir húðverndandi eiginleika sína. Hún gefur húðinni þinni mikla mýkt og góðan raka.


Hafþyrnisolían hefur líka verið þekkt fyrir að vinna gegn ótímabærum hrukkum og minnka bólgur í húð sem geta verið fylgifiskur ýmissa húðsjúkdóma, s.s exems og psoriasis.


ILMKJARNAOLÍUR

Við vildum gefa handsprittinu okkar sérstaka eiginleika. Fyrir utan að vera mýkjandi þá vildum við einnig að það hefði góðan ilm, sem situr ljúflega eftir á höndunum þínum. Ekki of mikill ilmur eða sterkur, heldur mjúkur og blíður.


Til að skapa þau áhrif völdum við hreinar ilmkjarnaolíur. Annars vegar Lavender og hins vegar sítrónu. Hinn ljúfi lavender virkar róandi og slakandi og getur unnið gegn streitu og kvíða. Við mælum sérstaklega með lavender sprittinu síðdegis og á kvöldin.

Sólrík sítrónan er svo alveg einstaklega fersk, hressandi, upplífgandi og getur aukið einbeitingu og úthald. Við mælum með sítrónu sprittinu á morgnana og fram eftir degi.


Ilmkjarnaolíur og notkun þeirra hafa lengi fylgt mannkyninu og okkur finnst alveg einstaklega skemmtilegt að geta nýtt okkur áhrif þeirra í handsprittinu okkar.


Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: