Blog Layout

Bætiefni frá náttúrunnar hendi

Ný kynslóð náttúrulegra bætiefna

Kim Charles, jurtalæknir og framleiðandi bætiefnaboxanna frá númer eitt fékk snemma áhuga á heilsu og næringu, enda stundaði hann íþróttir af kappi. Sem íþróttamaður varð honum ljóst hvað holl fæða og góð næring skiptu miklu máli til að halda sér hraustum og efla náttúrulegar varnir líkamans. Þegar Kim kynntist eiginkonu sinni, Kirsten, öðlaðist hann nýjan skilning á því hvað bæði góð heilsa og heilsubrestur hafa mikil áhrif á líf okkar. Kirsten hafði þá nýlega verið greind með ólæknandi sjálfsofnæmissjúkdóm. Þeim varð ljóst að þótt hefðbundin lyf geti verið nauðsynleg og gagnleg fundu þau einnig löngun til að kynna sér náttúrulegri meðferðarleiðir og komust að því að þar leyndust ýmsir fjársjóðir. Þau tóku upp breytt mataræði sem innihélt öll nauðsynleg vítamín og steinefni og upplifðu að með því að nýta sér náttúruleg lækningaefni gat Kirsten lifað eðlilegu lífi, án þess að sjúkdómurinn væri henni til trafala. 


Kim telur gífurlega mikilvægt að opna augu fólks fyrir mikilvægi náttúrulegra bætiefna í plöntu- og matvælaformi og er sannfærður um að þetta sé það form sem líkama okkar er eðlislægt að nýta til að fá næringarefni og þess vegna líkjast bætiefnin okkar mjög mikið matvælunum sem við neytum dags daglega. Vítamínin okkar, steinefnin og jurtirnar eru aðeins unnin úr plöntum og án allra ónauðsynlegra íðefna og aukaefna. Þannig stuðlum við að bættri almennri lýðheilsu.

Skapað í náttúrunni, sannreynt á rannsóknarstofunni


Kim hóf síðan nám í jurtalækningum, þar sem hann lærði að nýta jurtir í meðferðarskyni. Í náminu kynntist hann Hanne Buchholtz, sem í dag starfar með Kim. Hanne er menntuð í jurtalækningum, en á einnig að baki 19 ára feril í lífefnafræði við rannsóknir á lækningaaðferðum fyrir bæði menn og dýr.


Í jurtalækninganáminu kynntist Hanne fræðum sem henni þóttu sambærileg við það sem hún þekkti úr heimi rannsóknarstofunnar. Hún komst að því að til voru sannreynd gögn um það hversu stóra skammta af virkum plöntuefnum þyrfti að nota til að nýta jurtir og plöntur sem mannkynið hefur þekkt öldum saman í lækningaskyni. Þessa þekkingu gat hún nýtt sér samhliða reynslu sinni sem vísindamaður og því sem hún vissi um þá næringu, steinefni og vítamín sem eru líkamanum nauðsynleg.



Þau lögðu þannig grunninn að starfi sínu á ítarlegri þekkingu úr heimi jurtalækninganna. Í kjölfarið fylgdi þriggja ára þróunarstarf þar sem Kim og Hanne byggðu upp það sem þau kalla nýja kynslóð náttúrulegra og hugvitsamlegra bætiefna sem henta öllum. Þau vildu skapa vörur sem hægt væri að nota bæði sem viðbót við daglegt mataræði og með innihaldi sem hugsanlega stuðla að því að lina ýmsa kvilla og einkenni.


Næringarefni frá náttúrunnar hendi

Þremur árum síðar, árið 2016, voru þau búin að þróa fyrstu bætiefnin í Danmörku sem eru unnin beint úr plöntum og matvælum. Öll bætiefnin eiga það sameiginlegt að vera framleidd á algerlega náttúrulegan hátt. Öll efnin eru annað hvort til staðar frá náttúrunnar hendi í plöntum eða eru unnin með þéttingu í grænmeti, mjólkursýrugerlum og gerfrumum.

Vítamínin og steinefnin eru þar af leiðandi alltaf auðguð öðrum næringarefnum, svo sem prótínum, kolvetnum og fitu, og líkaminn greinir þau þess vegna sem matvæli – bara í óvenjulega næringarríkri útfærslu. Bætiefnin eru mild, frásogast vel og eru náttúruleg viðbót við daglegt mataræði.


Kim og Hanne settu sér það markmið að nýta sér þekkingu sína á jurtalækningum til að þróa vandaða bætiefnapakka sem væru sérsniðnir til að meðhöndla ýmsa kvilla og heilsufarsvandamál sem við getum öll þurft að glíma við á ýmsum æviskeiðum.

Númer eitt bætiefnaboxin innihalda ýmsar sérvaldar jurtir úr ríki náttúrunnar sem innihalda virk efni sem hafa verið stöðluð og styrkt í gagnreyndu og nákvæmu framleiðsluferli. Viðbót við þessi náttúrulegu efni eru vítamín og steinefni á plöntu- og matvælaformi, þannig er hvert box sérsniðið til að mæta þörfum einstaklinga sem glíma við mismunandi heilsufarsáskoranir.



Gæði innihalds bætiefnanna í boxunum byggja ævinlega á nýjustu rannsóknum. Bætiefnin eru  framleidd úr hreinum og sjálfbærum innihaldsefnum og með það að markmiði að stuðla að bættri heilsu.


Aðeins þannig geta þau uppfyllt fyrirheit sín sem felast í kjörorðunum;

„Næringarefni eins og náttúran ætlaði“ 


Hægt er að lesa sig til um innihald númer eitt bætiefnaboxanna með því að smella hér:



Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: