Blog Layout

Þú getur valið hvernig húð og hreinlætisvörurnar þínar ilma!

Ert þú einn af þeim sem notar ekki bodylotion því lyktin af því er svo sterk og yfirþyrmandi?

Eða notar þú sturtusápu sem inniheldur greinilega ekki minnsta vott af náttúrulegri lykt?


Margir hafa mikið óþol eða ofnæmi fyrir kemískum ilmefnum, fá höfuðverk, mígreni og allskonar einkenni þegar þeir eru útsettir fyrir þeim.

Einmitt vegna þessa er nú til mikið úrval af ilmefnalausum kremum, bodylotion, sápum, olíum og fleiru.

Hins vegar langar kannski marga að hafa góðan ilm af snyrtivörunum sínum, en þurfa þá að fá vörur sem innihalda ekta náttúrulegan ilm....sem er líka miklu betri en kemíska draslið og hefur ekki þessi neikvæðu áhrif á heilsuna.


Þá finnst okkur frábær hugmynd að blanda 100% hreinum Nikura ilmkjarnaolíum saman við snyrtivörurnar, til að njóta bæði ilmsins af þeim en ekki síður heilsubætandi eiginleika þeirra.


Það er hægt að gera það á tvennan hátt, annað hvort að blanda ilmkjarnaolíunni út í kremið/sápuna/olíuflöskuna, eða það er hægt að setja bara einn dropa með í lófann þegar nota á vöruna.

Það besta er að þú ræður þá nákvæmlega hvaða ilm þú notar og hve mikinn eða sterkan.


Við mælum með frískandi lemongrass eða peppermint í sturtusápuna, róandi lavender í bodylotion eða andlitskrem, ilmandi sweet orange eða lemon í húðolíuna...eða bara það sem þér dettur í hug!


Kíktu á úrvalið hér:



Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: