Blog Layout

"VÖRN" er besta sóknin!

Viltu efla varnir líkamans gegn umgangspestum?


Flensutímabilið er gengið í garð og við viljum eftir fremsta megni komast hjá því að fá þessar leiðinlegu umgangspestir sem eru í gangi hverju sinni. Til að varnir líkamans virki sem best þarf margt að koma til og heildarjafnvægið að vera sem best.


En hvað getum við gert til að styrkja ónæmiskerfið?


  • Góð næring er lykilatriði
  • Góður svefn er nauðsynlegur
  • Streitustjórnun er mikilvæg
  • Gæta að meltingunni
  • Baktryggja okkur með hágæða bætiefnum


Margir fá eflaust kvíðahnút í magann á að standa fyrir framan hillurnar í apótekunum, stórmörkuðum og heilsuvöruverslunum þar sem hillur eru stútfullar af allskyns vítamínum og fæðubótarefnum frá hinum ýmsu vörumerkjum. 


Án vafa finnst mörgum erfitt að velja tegundir sem virka vel saman úr þessu mikla úrvali enda alls ekki auðvelt. Við höfum hannað númer eitt bætiefnaboxin einmitt til þess að leysa þetta vandamál. Í boxunum eru sérvalin vítamín, steinefni og jurtir valin saman með samvirkni í huga, þ.e þau vinna ekki gegn hvert öðru. Einfaldaðu bætiefnatökuna og veldu gæði í umhverfisvænum umbúðum.


VÖRN


Það getur verið góð hugmynd að kaupa sér smá baktryggingu fyrir kroppinn í formi hágæða bætiefna, sérstaklega yfir vetrartímann. VÖRN frá númer eitt inniheldur fimm sérvalin vítamín, steinefni og jurtir, allt það helsta til að styðja við og efla ónæmiskerfið þannig að það sér í toppstandi.


  • C-vítamín
  • D-vítamín
  • B-vítamínblöndu
  • Sínk
  • Sólhattur 
  • Sínk


Sínk

Sínk er talið nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegu ónæmiskerfi og eðlilegu viðhaldi beina, tanna, húðar, hárs, nagla og sjónar.og ehugsanlegt að inntaka á sínki dragi úr þeim fjölda kvef tilfella sem hver einstaklingur fær á hverju ári.


Sólhattur

Sólhattur er talinn efla varnir líkamans, draga úr líkunum á veirusýkingum og stytta tíma veikinda.

 

Hvert einasta innihaldsefni í "VÖRN" er valið af kostgæfni og næringarefnin eru fengin beint úr náttúrunni: úr jurtum, ávöxtum og grænmeti sem eru rík af þeim. Þannig stuðlum við að hámarksnýtingu og höldum okkur fjarri óþarfa aukefnum. 

 

 

Hugleiðing


Það eru ekki allir dagar upp á tíu því eins og við vitum er lífið allskonar. Suma daga erum við græn í gegn og aðra er það kannski bara kaffi og ristað brauð.

Þannig er lífið, enginn dagur eins og misjafnar áskoranir sem mæta okkur en við erum að gera okkar besta !

 

Hér getur þú kynnt þér betur innihaldið í bætiefnaboxinu "VÖRN"


Deila

07 May, 2024
Mesta snilld sem ég hef prófað og gæti ekki mælt meira með!
03 May, 2024
Ertu að leita að skemmtilegu, ljúffengu og algerlega framkvæmanlegu matreiðsluverkefni til að deila með litlu börnunum þínum eða barnabörnum?
14 Jul, 2023
Membrasin Moisture fæðubótarefni
Fleiri pistlar
Share by: