Við erum nú ánægð með að deila niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem staðfestir ávinning af inntöku á B12 vítamín munnúða frá Nordaid.
Rannsóknin sýnir að fólk sem notaði vöruna reglulega í tvo mánuði náði framúrskarandi árangri
RANNSÓKN:
B12-MUNNÚÐI FRÁ NORDAID
MARKTÆK AUKNING Á MAGNI B12-VÍTAMÍNS
INNGANGUR
B₁₂-vítamínið, einnig þekkt sem kóbalamín, er eitt af vatnsleysanlegu B-vítamínunum. Það getur tekið á sig ýmsar myndir, meðal annars sem sýano-, metýl-, deoxýadenósýl- og hýdroxýkóbalamín. Metýlkóbalamín og 5-deoxýadenósýlkóbalamín eru efnaskiptalega virkar gerðir af B₁₂, ólíkt sýanokóbalamíni, sem þarf fyrst að umbreyta í virka gerð. B₁₂-vítamín er nauðsynlegt fyrir DNA-nýmyndun. [1,2] B₁₂-vítamínið hjálpar til við að draga úr þreytu, stuðlar að eðlilegri virkni ónæmis- og taugakerfisins, eykur orku og viðheldur myndun rauðra blóðkorna. Aðaluppspretta B₁₂ er dýraafurðir, svo sem fiskur, rautt kjöt, alifuglakjöt, egg og mjólkurvörur, en það finnst þó einnig í ýmissi fæðu úr jurtaríkinu, til dæmis shiitake-sveppum, þurrkuðum þara og tempeh. B₁₂-skortur er áberandi lýðheilsuvandamál og birtist einna helst hjá eldri einstaklingum, barnshafandi konum og ungum börnum. [3] Algeng einkenni B₁₂-skorts eru mikil þreyta, orkuleysi, sár í munni, máttleysi, sjóntruflanir og sálræn vandamál. [4]
AÐFERÐAFRÆÐI
Rannsókn var framkvæmd (n = 10) fyrir og eftir notkun fljótandi B₁₂-munnúðans frá Nordaid (hannaður til upptöku undir tungu eða í munnholi) til að meta árangur hans í að draga úr B₁₂-skorti. Heilbrigðir sjálfboðaliðar (50% karlar og 50% konur) á aldrinum 12 til 53 ára, með sermisþéttni B₁₂-vítamíns við eða undir viðmiðunargildinu 138 pmól/L, tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur fengu þrjá skammta af B₁₂-munnúðanum frá Nordaid daglega yfir tveggja mánaða tímabil, þar sem hver skammtur innihélt 400 μg af metýlkóbalamíni. Sermisþéttni kóbalamíns var mæld í blóðsýnum sem tekin voru úr öllum þátttakendum fyrir rannsókn, einum mánuði eftir að rannsókn hófst og síðan við lok rannsóknar að tveimur mánuðum liðnum (mynd 1).
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu 124% aukningu á meðalþéttni kóbalamíns í sermi eftir tveggja mánaða notkun bætiefnisins, þar sem meðalgildið var 322 pmól/L, sem er innan viðmiðunarmarkanna 138–652 pmól/L.
Mynd 1. Breyting á meðalþéttni kóbalamíns í sermi yfir tveggja mánaða tímabil
ÁLYKTUN
Hægt er að álykta að B₁₂-bætiefnið frá Nordaid auki magn B₁₂-vítamíns hjá einstaklingum með B₁₂-skort.
HEIMILDIR
[1] https://pmc.ncbi.nlm.nih.gov/articles/PMC3257642/
[2] https://ods.od.nih.gov/factsheets/VitaminB12-HealthProfessional/
[3] https://pmc.ncbi.nlm.nih.gov/articles/PMC9651173/
[4] https://www.nhs.uk/conditions/vitamin-b12-or-folate-deficiency-anaemia/
Nordaid munnúðarnir eru bragðgóðir og án allra óæskilegra innihaldsefna, svo sem gervisykurs, gervi litar- og bragðefna og aðeins sérvalið gæða hráefni.
Úðarnir eru framleiddir samkvæmt ýtrustu gæðastöðlum og eru með GMP vottun.
Miklar rannsóknir og þróunarvinna liggur bak á framleiðslu bætiefnanna, sem eru þróuð og framleidd í samvinnu við háskólann í Tallin.
Úðarnir koma í loftþéttum flöskum sem tryggir full gæði þar til flaskan hefur verið tæmd.
Bætiefni í formi munnúða frásogast og nýtast líkamanum allt að 50% betur en hefðbundnar töflur og hylki. Þeir henta líka sérstaklega vel þeim sem vilja geta bætiefnainntöku bragðgóða og skemmtilega. Einnig eiga margir í erfiðleikum með að gleypa hefðbundin bætiefni og þá eru Nordaid munnúðarnir algjör snilldar lausn fyrir þann hóp.