Um okkur
Avita ehf var stofnað 2019 er fjölskyldurekið heildsölufyrirtæki og sérhæfir sig í innflutningi á vörum í flokki heilsu.
Við trúum því staðfastlega að heilbrigði sé grundvöllur góðs lífs. Það þarf ekki alltaf stórar breytingar til – jafnvel smáar venjur geta skipt miklu máli. Að borða næringarríkan mat, anda að sér fersku lofti, hreyfa sig reglulega og fá nægilega hvíld eru lykillinn að líkamlegri og andlegri vellíðan.
Við vitum að daglegt amstur getur verið krefjandi og að það getur reynst erfitt að finna tíma fyrir sjálfan sig.
En það þarf ekki að vera svo flókið fyrir okkur að reyna að tileinka okkur nokkur atriði og hafa að leiðarljósi sem grunn að góðri heilsu
Næringarríkt mataræði
- Við vitum að daglegt amstur getur verið krefjandi og að það getur reynst erfitt að finna tíma fyrir sjálfan sig.
Regluleg hreyfing
- Hreyfing styrkir hjarta- og æðakerfið, eykur vöðvastyrk og bætir andlega líðan
Nægur svefn
- Svefn er grundvallaratriði fyrir líkamlega endurnýjun og andlega virkni. Skapaðu rólega rútínu fyrir háttatímann og slökktu á snjalltækjunum.
Vítamín og bætiefni
- Góð vítamín og bætiefni geta stuðlað að því að líkaminn fái það sem hann þarf til að starfa rétt.
Við bjóðum uppá fjölbreytt vöruúrval í flokki heilsuvara, vörumerkin okkar eru nú tíu talsins og fást í flestum apótekum og stórmörkuðum og netverslunum sölustaða.
Ef þú hefur einhverjar spurningar eða vilt koma á framfæri við okkur ábendingum þá er þér velkomið að hafa samband.
Þín vellíðan er okkar innblástur,
Íris Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri
iris@avita.is
Sími: 8608484
Díana Íris Guðmundsdóttir
Sölustjóri
dianairis@numereitt.is
Sími: 8678246
Nánar um okkur,
Íris Gunnarsdóttir
Framkvæmdastjóri
Íris er með menntun í viðskiptum, markaðs og útflutningsfræðum, Íris lauk verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík og vorið 2019 útskrifaðist hún með MBA gráðu frá Háskóla Íslands.
Hún er frumkvöðill í eðli sínu og hefur víðtæka reynslu í viðskiptalífinu. Hún sinnti starfi innkaupastjóra bætiefna fyrir Heilsuhúsið og síðar starfi markaðsstjóra Lyfju hf.
Hún hefur brennandi áhuga á öllu sem við kemur heilsu og hefur sjálf ávallt tekið bætiefni sér til heilsubótar.
Íris hefur komið að öllum þáttum sem máli skipta í fyrirtækjarekstri.
Díana Íris Guðmundsdóttir
Sölustjóri
Díana Íris er með BA í félagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og diplóma í verkefnastjórnun frá NTV.
Hún hefur starfað sem verslunarstjóri hjá NTC, sem markaðs- og sölufulltrúi á sjónvarpsstöðinni Hringbraut, flugfreyja hjá hina sáluga flugfélagi WOW Air og sem þjónustufulltrúi hjá Eignaumsjón.
Hún hefur mikinn áhuga á heilsu og hvað er hægt að gera til að láta sér líða betur. Það er henni hjartans mál að hjálpa öðru fólki að líða betur og miðla þekkingu sinni og reynslu til annarra.
Díana á auðvelt með að kynnast fólki og á einstaklega auðvelt með mannleg samskipti. Í starfi sínu sem sölustjóri mun Díana heimsækja sölustaði okkar passa uppá að allt sé til sóma.
Jóhann Berg Guðmundsson
Sérlegur ráðgjafi