Lagalegur fyrirvari
Lagalegur fyrirvari
Avita ber ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem kann að hljótast af upplýsingum er birtast á vefsíðu félagsins né tjóni sem rekja má beint eða óbeint til notkunar á vef Avita. Þá ber Avita ekki í neinum tilvikum ábyrgð á tjóni sem rekja má til þess að ekki er hægt að nota vefinn, um skemmri eða lengri tíma.
Upplýsingar sem birtar eru á vef Avita eru samkvæmt bestu vitund félagsins á hverjum tíma og ábyrgist félagið ekki að þær séu réttar eða viðskipti sem gerð eru á grundvelli þeirra. Þá kunna þær upplýsingar og skoðanir sem fram koma á vefnum að breytast án fyrirvara. Avita ábyrgist jafnframt ekki efni sem stafar frá þriðja aðila og birt er á vefnum.
Þær upplýsingar sem birtar eru á vefsíðu Avita fela á engan hátt í sér ráðleggingar til viðskiptavina um kaup eða sölu og bera notendur vefsíðunnar einir ábyrgð á þeim ákvörðunum sem teknar eru á grundvelli upplýsinga sem birtar eru á vefsíðunni.
Avita ehf., og/eða samstarfsaðilar Avita, eiga höfundarrétt á öllum þeim upplýsingum sem fram koma á vef félagsins, nema annað sé sérstaklega tekið fram eða leiða megi af eðli máls. Skriflegt samþykki Avita þarf til að endurbirta upplýsingar sem fram koma á vef félagsins, dreifa þeim eða afrita þær. Ekki skiptir máli hvers eðlis þær upplýsingar eru né í hvaða tilgangi ætlunin er að endurbirta þær, afrita þær eða dreifa þeim. Viðskiptavinum Avita er þó heimilt að vista slíkar upplýsingar til einkanota.
Framangreindir fyrirvarar eiga jafnframt við um allt efni sem er sett af hálfu Avita inn á samfélagsmiðla á borð við Facebook, Instragram, Snapchat, Twitter, Youtube og Vimeo.