Skilmálar og vöruskil
Skila- og skiptiréttur
Skilafrestur á keyptum vörum í vefverslun eru 14 dagar frá móttöku vörunnar, í samræmi við reglur um rafræn kaup, að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til kaupanda. Endursendum vörum skal pakkað vel inn þannig að þær skemmist ekki í flutningi. Kaupandi ber ábyrgð á vörum í endursendingu þar til hún er móttekin af Avita. Við vöruskil þarf greiðslukvittun að fylgja með. Upphæð endurgreiðslu miðast við það söluverð sem tilgreint er á greiðslukvittun. Upphæð vöru er ávallt endurgreidd inn á þann greiðslumiðil sem notaður var við kaupin. Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda, nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða. Frekari fyrirspurnum varðandi endursendingar má beina á netfangið numereitt@numereitt.is
Skil á vöru eru háð eftirfarandi skilyrðum:
- Að vöru sé skilað innan tilskilins skilafrests frá dagsetningu kvittunar/rafræns reiknings fyrir kaupunum.
- Framvísað sé kvittun/rafrænum reikningi fyrir kaupunum eða vara merkt með skiptimiða.
- Að varan sé ógölluð, í fullkomnu lagi og í söluhæfu ástandi.
- Að varan sé ónotuð.
- Að varan sé í óuppteknum og/eða upprunalegum umbúðum.
- Að allir aukahlutir sem fylgja með vörunni, ef við á, séu til staðar.
- Að vara sé ekki sérpöntuð eða sérsniðin að þörfum viðskiptavina eða á annan hátt framleidd og afhent samkvæmt forskrift kaupandans eða ber skýrt auðkenni hans.
- Að vara sé ekki fyrnd eða þess eðlis að líklegt sé að hún fyrnist/rýrni, sbr. matvara og snyrtivara.
- Að varan sé ekki útsöluvara eða tilboðsvara og/eða sérstaklega merkt þannig að henni fáist ekki skipt.
Starfsfólk Avita metur söluhæfi skilavöru og áskilur sér rétt til að hafna vöruskilum eða neita viðskiptavini um fulla endurgreiðslu sé eitthvert ofangreindra skilyrða ekki uppfyllt.
Ef kaupandi telur að mistök hafi orðið við afgreiðslu pöntunar eða að keypt vara hafi verið afhent skemmd, gölluð eða háð öðrum annmörkum ber að tilkynna um slíkt til Avita á netfangið numereitt@numereitt.is um leið og mistaka eða galla er vart. Að öðrum kosti getur kaupandi glatað rétti sínum til endurgreiðslu. Avita áskilur sér rétt til að sannreyna innan eðlilegra tímamarka að vara sé skemmd, háð galla eða öðrum annmörkum. Sannarlega gölluð vara er ýmist endurgreidd eða annað eintak af sömu vöru afhent kaupanda. Sé gallaðri vöru skilað með endursendingu greiðir Avita sendingarkostnað. Sýna þarf kvittun eða senda rafrænan reikning með til staðfestingar á því að hin gallaða vara hafi verið keypt í vefverslun Avita. Um ábyrgð vegna galla á vöru fer að öðru leyti samkvæmt lögum nr. 2003/48 um neytendakaup og miðast við dagsetningu kaupa til einstaklinga.
Mistök í afgreiðslu á vöru eru að sjálfsögðu leiðrétt eins fljótt og hægt er, kaupanda að kostnaðarlausu. Rangt afgreiddar vörur verða þó að berast innan viku frá endurgreiðlu þannig að leiðrétta megi mistök við afgreiðslu og afhenda kaupanda rétta vöru.