Ellen - Náttúrulegar vörur fyrir kynfærasvæði kvenna

Safn: Ellen - Náttúrulegar vörur fyrir kynfærasvæði kvenna

Ellen er sænskt Fem-Tech fyrirtæki sem leitast við að bjóða upp á nýstárlegar og náttúrulegar gæða vörur sem stuðla að réttu pH-gildi fyrir kynfærasvæði kvenna, í gegnum öll stig lífsins. Vörur frá Ellen byggja á einstökum rannsóknum og vöruþróun þar sem áhersla er lögð á að bjóða vörur með nútíma vísindum sem geta hjálpað konum að ná og viðhalda jafnvægi á sýrustigi í leggöngum

Verð Endurhlaða
kr
0
3598
kr
kr
Verð lægsta til hæsta
Flokka eftir
Sía og raða
Sía og raða

9 products

Flokkun
Verð
kr
kr
Vörumerki
Vöruflokkar

9 products

Algengar spurningar og svör

Hvað eru góðgerlar?

Góðgerlar er samheiti yfir vinveittar bakteríur sem finnast aðallega í þörmunum en einnig á kynfærasvæði kvenna. 

Mjólkursýrugerlar eru ráðandi tegund í leggöngunum. Þessir gerlar taka þátt í að viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og hefta þannig vöxt óæskilegra baktería. Orðið „probiotics“ (góðgerlar) þýðir „fyrir lífið“.

Hvaða hlutverki gegna mjólkursýrugerlar í leggöngunum?

Mjólkursýrugerlar (lactobacillus-stofnar) eru ráðandi tegund í heilbrigðum leggöngum. Mjólkursýrugerlar framleiða mjólkursýru og viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og koma þannig í veg fyrir að skaðlegar bakteríur nái að fjölga sér. 

Mjólkursýrugerlar eru því ómissandi til að viðhalda heilbrigði legganganna. Við ákveðnar aðstæður getur mjólkursýrugerlum fækkað. Þetta getur til dæmis gerst meðan án blæðingum stendur, eftir sýklalyfjakúra og á breytingaskeiðinu. Þetta getur valdið ójafnvægi og óþægindum á borð við kláða, ertingu og illa þefjandi útferð.

Hvaða sýrustig er æskilegt í leggöngunum?

Sýrustig (PH-gildi) legganganna getur verið ólíkt milli einstaklinga og getur verið mismunandi eftir tímabilum og aldri. Almennt er þó æskilegt að það sé á milli 4,0 og 4,4. Ellen® Vaginal pH-Control® gerir þér kleift að mæla sýrustig legganganna sjálf.

Hvað á ég að gera ef sýrustigið er of hátt eða of lágt?

Ef sýrustigið er utan eðlilegra marka skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækni. Vertu einnig vakandi fyrir einkennum á borð við breytta útferð eða breytingum á lykt frá leggöngum.

Hvers vegna er mælt með að nota góðgerla á kynfærasvæðið?

Með því að nota góðgerla á kynfærasvæðið stuðlar þú að eðlilegu sýrustigi. Jafnvægi á sýrustigi legganganna er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigði kynfæranna. 

Á vissum tímabilum er meiri hætta á að sýrustigið fari úr jafnvægi. Þetta getur til dæmis gerst meðan á blæðingum stendur, á meðgöngu, eftir sýklalyfjakúra eða í tengslum við breytingaskeiðið.

Af hverju eru vörurnar frá Ellen án ilmefna?

Ellen telur að lykt frá leggöngum eigi að vera náttúruleg. Húðin á kynfærasvæðinu er auk þess afar viðkvæm og ilmefni geta valdið ertingu.

Hvað þýðir eðlilegt sýrustig legganga?

Þegar sýrustig í leggöngunum er eðlilegt þýðir það meðal annars að:

  • Þú ert laus við óþægindi
  • Þú ert laus við kláða og ertingu
  • Þú ert laus við ólykt frá leggöngunum

Góðgerlaflóran eflist og heldur óvinveittum bakteríum sem gera þér lífið leitt í skefjum.

Af hverju eru túrtapparnir frá Ellen dýrari en margir aðrir?

Túrtapparnir okkar eru hágæðavara sem inniheldur góðgerla og eru því ekki bara „venjulegir túrtappar“.

Góðgerlatúrtapparnir frá ellen® innihalda náttúrulega mjólkursýrugerla sem finnast í heilbrigðri gerlaflóru legganganna og hjálpa til við að halda jafnvægi á sýrustigi þeirra. 

Mjólkursýrugerlablöndunni frá ellen (LN®) er bætt við hvern túrtappa í framleiðsluferlinu. Þú getur jafnvel séð góðgerlana með eigin augum ef þú opnar góðgerlatúrtappa frá ellen®.

Mjólkursýrugerlarnir sem við notum eru þrjár algengustu tegundirnar sem finnast náttúrulega í kviðarholinu og stuðla að réttu sýrustigi meðan á blæðingum stendur. 

Góðgerlatúrtappi frá ellen® er miklu meira en venjulegur túrtappi. 

Í rauninni ert þú að borga fyrir góðferlana, en færð túrtappann með ókeypis.

Get ég notað góðgerlakremið frá ellen® á meðgöngu?

Já, góðgerlakremið frá ellen® má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf.

Krem fyrir leggöng með góðgerlum

Ellen | Sölustaðir