
Hugsar þú vel um kynfærasvæðið þitt?
Við þekkjum það örugglega flest allar að hafa glímt við einhverskonar vandamál þegar kemur að kynfærasvæðinu eins og leggangaþurrk eða þvagfærasýkingar. Ef að sýrustig í leggöngum er í jafnvægi þá erum...
9 products
Góðgerlar er samheiti yfir vinveittar bakteríur sem finnast aðallega í þörmunum en einnig á kynfærasvæði kvenna.
Mjólkursýrugerlar eru ráðandi tegund í leggöngunum. Þessir gerlar taka þátt í að viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og hefta þannig vöxt óæskilegra baktería. Orðið „probiotics“ (góðgerlar) þýðir „fyrir lífið“.
Mjólkursýrugerlar (lactobacillus-stofnar) eru ráðandi tegund í heilbrigðum leggöngum. Mjólkursýrugerlar framleiða mjólkursýru og viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og koma þannig í veg fyrir að skaðlegar bakteríur nái að fjölga sér.
Mjólkursýrugerlar eru því ómissandi til að viðhalda heilbrigði legganganna. Við ákveðnar aðstæður getur mjólkursýrugerlum fækkað. Þetta getur til dæmis gerst meðan án blæðingum stendur, eftir sýklalyfjakúra og á breytingaskeiðinu. Þetta getur valdið ójafnvægi og óþægindum á borð við kláða, ertingu og illa þefjandi útferð.
Sýrustig (PH-gildi) legganganna getur verið ólíkt milli einstaklinga og getur verið mismunandi eftir tímabilum og aldri. Almennt er þó æskilegt að það sé á milli 4,0 og 4,4. Ellen® Vaginal pH-Control® gerir þér kleift að mæla sýrustig legganganna sjálf.
Ef sýrustigið er utan eðlilegra marka skaltu hafa samband við kvensjúkdómalækni. Vertu einnig vakandi fyrir einkennum á borð við breytta útferð eða breytingum á lykt frá leggöngum.
Með því að nota góðgerla á kynfærasvæðið stuðlar þú að eðlilegu sýrustigi. Jafnvægi á sýrustigi legganganna er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigði kynfæranna.
Á vissum tímabilum er meiri hætta á að sýrustigið fari úr jafnvægi. Þetta getur til dæmis gerst meðan á blæðingum stendur, á meðgöngu, eftir sýklalyfjakúra eða í tengslum við breytingaskeiðið.
Ellen telur að lykt frá leggöngum eigi að vera náttúruleg. Húðin á kynfærasvæðinu er auk þess afar viðkvæm og ilmefni geta valdið ertingu.
Þegar sýrustig í leggöngunum er eðlilegt þýðir það meðal annars að:
Góðgerlaflóran eflist og heldur óvinveittum bakteríum sem gera þér lífið leitt í skefjum.
Túrtapparnir okkar eru hágæðavara sem inniheldur góðgerla og eru því ekki bara „venjulegir túrtappar“.
Góðgerlatúrtapparnir frá ellen® innihalda náttúrulega mjólkursýrugerla sem finnast í heilbrigðri gerlaflóru legganganna og hjálpa til við að halda jafnvægi á sýrustigi þeirra.
Mjólkursýrugerlablöndunni frá ellen (LN®) er bætt við hvern túrtappa í framleiðsluferlinu. Þú getur jafnvel séð góðgerlana með eigin augum ef þú opnar góðgerlatúrtappa frá ellen®.
Mjólkursýrugerlarnir sem við notum eru þrjár algengustu tegundirnar sem finnast náttúrulega í kviðarholinu og stuðla að réttu sýrustigi meðan á blæðingum stendur.
Góðgerlatúrtappi frá ellen® er miklu meira en venjulegur túrtappi.
Í rauninni ert þú að borga fyrir góðferlana, en færð túrtappann með ókeypis.
Já, góðgerlakremið frá ellen® má nota á meðgöngu og við brjóstagjöf.
Við þekkjum það örugglega flest allar að hafa glímt við einhverskonar vandamál þegar kemur að kynfærasvæðinu eins og leggangaþurrk eða þvagfærasýkingar. Ef að sýrustig í leggöngum er í jafnvægi þá erum...
HVAÐ ERU GÓÐGERLAR (PROBIOTICS)? Góðgerlar eru lifandi örverur sem geta stuðlað að bættri heilsu. Góðgerlar innihalda yfirleitt bakteríur. Í mannslíkamanum finnast góðgerlar á húðinni, í þörmunum og á kynfærasvæði kvenna....
Finnurðu fyrir þreytu, pirringi og depurð? Það gætu verið fyrstu einkenni tíðahvarfa. Jafnvel þótt tíðahvörf séu eðlilegur hluti af æviferli hverrar konu getur samt verið krefjandi að fara í gegnum...