Hugsar þú vel um kynfærasvæðið þitt?

Hugsar þú vel um kynfærasvæðið þitt?

Við þekkjum það örugglega flest allar að hafa glímt við einhverskonar vandamál þegar kemur að kynfærasvæðinu eins og leggangaþurrk eða þvagfærasýkingar.
 
Ef að sýrustig í leggöngum er í jafnvægi þá erum við ekki að glíma við vandamál á borð við, óþægindi, kláða, ertingu eða jafnvel ólykt. 

En erum við að spá í hvaða vörur við erum að nota og hvaða vörur geta virkilega hjálpað okkur til að hafa þetta svæði í toppstandi?
 
Ellen vörurnar eru sérstaklega hannaðar fyrir kynfærasvæði kvenna og innihalda vörurnar góðgerla (Probiotics) og góðgerlanæringu (Prebiotics). 

 

 

Hvað eru góðgerlar (Probiotics) og góðgerlanæring (Prebiotics)?


Góðgerlar (Probiotics) eru samheiti yfir vinveittar bakteríur sem finnast aðallega í þörmunum en einnig á kynfærasvæði kvenna. 


Mjólkursýrugerlar eru ráðandi tegund í leggöngunum og taka þessir gerlar þátt í að viðhalda jafnvægi á sýrustigi legganganna og hefta þannig vöxt óæskilegra baktería. Orðið „probiotics“ (góðgerlar) þýðir „fyrir lífið“.
 
Í Ellen vörulínunni eru tvær vörur sem innihalda góðgerla:

  • ellen® - krem
  • ellen® - tíðartappar

Góðgerlanæring (prebiotics) eru efni sem skapa góðgerlunum hagstætt umhverfi. Góðgerlanæring getur til dæmis nært góðgerlana eða hindrað vöxt óæskilegra baktería til að þær æskilegu fái meira svigrúm til að fjölga sér.
 
Í húðlínu Ellen eru þrjár vörur með góðgerlanæringu:

  • ellen® - hreinsifroða
  • ellen® - svitalyktareyðir
  • ellen® - gel til að nota eftir rakstur og vax

Þetta eru vörur sem eru ætlaðar fyrir ytri kynfærasvæðið eða nárasvæðið. Góðgerlanæringin í vörunum eflir góðgerlaflóru húðarinnar, dregur úr ertingu og styrkir varnarlag húðarinnar. Góðgerlanærandi efnin í vörunum frá Ellen eru sérvalin í samræmi við rannsóknir sem hafa sýnt fram á að þau hefti vöxt óæskilegra baktería. Þannig skapast ákjósanlegra umhverfi fyrir vinveittu bakteríurnar.

HVAÐ ERU MJÓLKURSÝRUGERLAR?

Mjólkursýrugerlar er samheiti yfir bakteríur sem mynda mjólkursýru. Þegar örverur brjóta niður sykur myndast mjólkursýra sem stuðlar að lágu sýrustigi í leggöngunum. Það eru til margar tegundir mjólkursýrugerla og þeir skiptast í mismunandi stofna með mismunandi virkni. Mjólkursýrugerlar í jógúrti eru til dæmis ekki þeir sömu og finnast í heilbrigðum leggöngum. Þess vegna er ekki ráðlegt að smyrja leggöngin með jógúrti í þeim tilgangi að bæta sýrustigið.

EN VEISTU HVAÐ pH-GILDI LEGGANGA Á AÐ VERA?

Sýrustig (PH-gildi) legganganna getur verið ólíkt milli einstaklinga og getur verið mismunandi eftir tímabilum og aldri. Almennt er þó æskilegt að það sé á milli 4,0 og 4,4.
 
Ein varan í Ellen línunni er einmitt próf sem er mjög auðvelt í notkun og gerir þér kleift að mæla hvert sýrustig þitt í leggöngum er.

 

           HUGSAÐU VEL UM ÞÍNA <3