Það gætu verið fyrstu einkenni tíðahvarfa. Jafnvel þótt tíðahvörf séu eðlilegur hluti af æviferli hverrar konu getur samt verið krefjandi að fara í gegnum þau. Lestu meira um tíðahvörf og hugsanleg áhrif þeirra á þig, orku þína og löngun hér að neðan – og hvernig þú getur dregið úr einkennunum.
Breytingaskeiðið – hvað er það?
Þegar við tölum um „breytingaskeiðið“ er átt við tímabilið – venjulega nokkur ár – áður en síðustu tíðablæðingar koma. Á þessum tíma verða margs konar hormónabreytingar í líkamanum og algengt er að tíðablæðingar verði óreglulegar. Önnur einkenni breytingaskeiðsins geta verið pirringur, reiði, óeirð, kvíði og svefnvandamál. Sumar konur fá einnig miklar tíðablæðingar, hitakóf og nætursvita, eymsli í brjóstum og járnskort. Einkenni breytingaskeiðsins geta komið fram allt frá 35 ára aldri og upp að u.þ.b. 50 ára aldri. Þessi tími getur verið krefjandi, en reyndu að hugsa vel um þig, til dæmis með næringarríku mataræði og minni streitu. Það getur dregið úr óþægindunum.
Tíðahvörf
Flestar konur byrja á tíðahvörfum á milli 45 og 55 ára. Fyrstu merki um tíðahvörf eru oft að blæðingar verða óreglulegar og hætta að lokum, en snemmkomin einkenni geta verið að það verður styttra á milli blæðinga.
Minnkuð orka og löngun
Við tíðahvörf verða margs konar hormónabreytingar sem hafa mismunandi áhrif á líkamann. Meðal algengra einkenna má nefna skapsveiflur, geðdeyfð, svefnvandamál, hitakóf og þurra og viðkvæma slímhúð á kynfærasvæðinu. Stundum getur blætt örlítið við samfarir vegna þess að slímhúðin er viðkvæmari. Það ætti því engan að undra að orkan og löngunin skuli minnka dálítið.
Dregið úr einkennunum
Þú getur gert ýmislegt til að draga úr einkennunum. Ef þú átt í erfiðleikum með svefn getur hjálpað til að hreyfa þig reglulega, borða hollan mat og reyna að halda reglu á háttatíma og fótaferðartíma.
Þú getur líka:
- Prófað að stunda jóga og/eða hugleiðslu. Það getur hjálpað til við þunglyndi og kvíða.
- Hætt að neyta áfengis eða minnkað neysluna verulega. Áfengi getur nefnilega gert hitakóf verri.
- Hugað sérstaklega að kynfærasvæðinu. Ekki þvo kynfærasvæðið of oft og þá aðeins með volgu vatni eða mildri sápu þegar þú ferð í sturtu eða bað. Við getum mælt með vörunum frá Ellen sem innihalda góðgerla eða góðagerlanæringu. Smelltu hér.
- Tekið inn fæðubótarefni sem eru sérstaklega ætluð fyrir tíðahvarfatímabilið. L-Argiplex Total fyrir konur stuðlar að eðlilegri kynhvöt og orku og inniheldur einnig bíótín, sem gagnast vel gegn þurrki í slímhúð á kynfærasvæðinu.
- Ef þú finnur fyrir erfiðum einkennum er skynsamlegt að bóka tíma hjá lækni og fá ráðgjöf um næstu skref. Oft getur verið gagnlegt að taka lyf sem innihalda estrógen.
- Membrasin Moisture - Bætiefni fyrir slímhúðina og krem fyrir leggöng.
- Sleep Aid - Melatónín dregur úr tíma til að sofna. Gagnleg áhrif koma fram þegar 1 mg. af melatóníni er neytt rétt fyrir svefn.
- L-Argiplex Total fæðubótarefni fyrir konur - Upp með orkuna og njóttu alls þess góða!
- Ellen - Með því að nota góðgerla á kynfærasvæðið stuðlar þú að eðlilegu sýrustigi. Jafnvægi á sýrustigi legganganna er nauðsynlegt til að viðhalda heilbrigði kynfæranna.
Vörurnar fást í flestum apótekum, Fræinu Fjarðarkaup og Hagkaup.