Hvað er Hafþyrnisolía ?

Hvað er Hafþyrnisolía ?


6 minute read

Hvað er hafþyrnisolía? 

Hafþyrnisolía er unnin úr berjum hafþyrnisrunnans sem vex víða í Asíu og Norður Evrópu. Runnanum líkar vel að vaxa við sjó og fílar saltan jarðveg.

Hafþyrnir er kröftug jurt sem þolir vel veðrabreytingar, heit sumur og kalda vetur. Náttúruöflin móta því kraftmikla og hrjúfa jurt, sem skartar einstaklega fallega appelsínugulum - eða hafþyrnisgulum berjum.

Til eru þúsundir uppskrifta þar sem ber hafþyrnisins eru notuð hvort sem er til þess að bragðbæta mat eða bæta heilsuna.

Berin gefa ekki bara af sér olíu heldur einnig fjölda andoxunarefna með marga heilsubætandi virkni.

Það má því segja að hafþyrnirinn sé tvöfaldur í roðinu.....gefur bæði af sér olíuna góðu sem við ætlum að fjalla um hér en einnig önnur heilsubætandi efni sem hægt er að nýta frá plöntunni.

Við skulum beina sjónum okkar að hafþyrnisolíunni.

Hún er dálítið mögnuð og einstök, því hún inniheldur mikið magn af Omega 7 fitusýrunni.... Jebbs þetta er ekki prentvilla....Omega 7 !

Þið þekkið væntanlega og hafið heyrt um Omega 3, Omega 6 og Omega 9 ekki satt?

Lýsi og fiskiolía inniheldur Omega 3, allskyns fræ/hnetur og fleira innihalda mikið magn Omega 6 og ólífuolía inniheldur Omega 9. Bara nokkur dæmi.

Þið vitið kannski líka að tvær þessara fitusýra eru það sem kallað er lífsnauðsynlegar ( essential). Það eru Omega 3 og Omega 6. Þetta þýðir að líkaminn þarf á þessum fitusýrum að halda í fæði eða bætiefni, því hann er ekki fær um að mynda þær sjálfur. Omega 9 er hins vegar ekki lífsnauðsynleg, sem þýðir að líkaminn getur myndað hana sjálfur úr öðru.

Ok....aftur að hafþyrnisolíunni...hún inniheldur sem sagt mikið magn af Omega 7 og á síðustu árum hafa sjónir vísindamanna og almennings beinst meira og meira að henni.

Það hefur nefnilega komið í ljós að hún hefur mjög mikla virkni sem er einstök og áhugaverð. Ég hef stundum grínast með að kalla þessa fitusýru „fallegu fitusýruna“ vegna þess að hún hefur svo mikla og einstaka húðbætandi eiginleika. Margir vilja meina að hún geti haft áhrif á hversu vel húðin okkar eldist.

Hafþyrnisolían, með sitt háa hlutfall af Omega 7, er þess vegna þekkt fyrir að vera einstaklega nærandi, mýkjandi og uppbyggjandi fyrir húðina okkar. Þið hafið kannski rekist á hana sem innihaldsefni í allskonar kremum og húðvörum. Það er hins vegar ekki nóg að nota góð krem, það þarf að næra allar frumur líkamans með réttu fitunni til að húðin nái mýkt og heilbrigði. Þess vegna er málið að taka þessa einstöku olíu inn í formi bætiefnis.

Á þann hátt er hægt að vinna gegn húðþurrki, þurrkublettum og exemi, ótímabærri öldrun og fleiru. Við verðum oft svo þurrar, til dæmis á leggjunum, fótunum, í andliti, á höndum, í hársverði og á vörunum. Ferlega óþægilegt....

En hafþyrnisolían er ekki bara góð fyrir húðina, hún hefur fleiri mjög svo áhugaverða eiginleika. Hvað hugsið þið þegar ég segi og skrifa orðið „þurrkur“?

Húðþurrkur? Augnþurrkur? Munnþurrkur? Leggangaþurrkur? Augu, munnur, nef, lungu, meltingarfæri, kynfæri.....allt á þetta sameiginlegt að vera þakið mjög svo viðkvæmri slímhúð. Við höfum kannski aldrei spáð í að það gæti verið samhengi á milli þess að vakna með sand í augunum á morgnana og geta ekki stundað kynlíf með makanum (eða einhverjum) vegna sársauka og óþæginda!

En málið er að bæði leggöng og augu þurfa að hafa heilbrigða slímhúð til að við upplifum ekki þennan fj...... þurrk.

Við erum ein heild og slímhúð er slímhúð sama hvar sem hún er í líkamanum.

Og hvað gerum við í þessu?

« Back to Blog