MARKTÆK AUKNING Á MAGNI D3-VÍTAMÍNS
Með stolti birtum við niðurstöður nýrrar rannsóknar sem staðfestir ávinning af inntöku á D3 vítamín munnúða frá Nordaid.
Rannsóknin sýnir að fólk sem notaði vöruna reglulega í tvo mánuði náði framúrskarandi árangri
RANNSÓKN: D4000-MUNNÚÐI FRÁ NORDAID
INNGANGUR
D-vítamín, einnig þekkt sem kalsíferól, er fituleysanlegt vítamín sem finnst í takmörkuðum fjölda matvæla og myndast í húðinni við útsetningu fyrir útfjólubláum (ÚF) geislum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í að stuðla að upptöku kalsíums í meltingarvegi og bindingu steinefna í beinum ásamt því að viðhalda sterkum og heilbrigðum beinum. D-vítamín á einnig þátt í að viðhalda eðlilegri virkni ónæmiskerfisins, vernda tennur og kemur auk þess við sögu í frumuskiptingu. Um það bil 76% allra í heiminum eru með þéttni kalsíferóls (sem gefur magn D-vítamíns til kynna) undir 75 nmól/L, sem bendir til þess að D-vítamínskortur sé verulega algengur. [1]
D-vítamín sem finnst í matvælum getur haft takmarkað lífaðgengi þar sem það er bundið öðrum fituleysanlegum næringarefnum, fitusýrum og trefjum í matvælunum [2]. D-vítamín er auk þess viðkvæmt fyrir hita, ljósi, raka og súrefni, sem þýðir að eldun getur dregið úr magni D-vítamíns sem líkaminn getur tekið upp. Örhjúpað D-vítamín, svo sem hjúpað fitukornum eða örsmáum lípíðögnum, er tilvalið sem bætiefni þar sem það verndar vítamínið gegn raka, oxun, sýrustigsbreytingum, hitabreytingum og öðrum utanaðkomandi áhrifum, en tryggir um leið greitt lífaðgengi [3,4]. Rannsóknir hafa sýnt fram á að munnúðar leiði til marktækt meiri upptöku D-vítamíns samanborið við mjúk gelatínhylki, bæði hjá heilbrigðum einstaklingum sem og hjá einstaklingum með skerta getu til upptöku [5].
AÐFERÐAFRÆÐI
Rannsókn var framkvæmd (n = 17) fyrir og eftir notkun D4000-bætiefnisins frá Nordaid (hannað til upptöku undir tungu eða í munnholi) til að meta árangur þess í að draga úr D-vítamínskorti. Heilbrigðir sjálfboðaliðar (18% karlar og 82% konur) á aldrinum 13 til 77 ára, með sermisþéttni D-vítamíns við eða undir viðmiðunargildinu 75 pmól/L, tóku þátt í rannsókninni. Þátttakendur fengu einn skammt af D4000-munnúðanum frá Nordaid daglega yfir tveggja mánaða tímabil, þar sem hver skammtur innihélt 100 μg af kólekalsíferóli. Sermisþéttni kalsíferóls (25OH)D var mæld í blóðsýnum sem tekin voru fyrir rannsókn, einum mánuði eftir að rannsókn hófst og síðan við lok rannsóknar að tveimur mánuðum liðnum (mynd 1).
NIÐURSTÖÐUR
Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu 120% aukningu á meðalþéttni kalsíferóls í sermi eftir tveggja mánaða notkun bætiefnisins, þar sem meðalgildið var 96,3 nmól/L, sem er yfir viðmiðunargildinu 75 nmól/L.
25(OH)D sermisþéttni (nmól/L)
Mánuður/mánuðir

Mynd 1. Breyting á meðalþéttni kalsíferóls í sermi (25OH)D yfir tveggja mánaða tímabil
ÁLYKTUN
Hægt er að álykta að D4000-bætiefnið frá Nordaid auki magn D-vítamíns hjá einstaklingum með D-vítamínskort.
HEIMILDIR
[1] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/37006940/
[2] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/23427007/
[3] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31586474/
[4] https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/31185696/
[5] https://nutritionj.biomedcentral.com/articles/10.1186/s12937-015-0105-1
Nordaid munnúðarnir eru bragðgóðir og án allra óæskilegra innihaldsefna, svo sem gervisykurs, gervi litar- og bragðefna og aðeins sérvalið gæða hráefni.
Úðarnir eru framleiddir samkvæmt ýtrustu gæðastöðlum og eru með GMP vottun.
Miklar rannsóknir og þróunarvinna liggur bak á framleiðslu bætiefnanna, sem eru þróuð og framleidd í samvinnu við háskólann í Tallin.
Úðarnir koma í loftþéttum flöskum sem tryggir full gæði þar til flaskan hefur verið tæmd.
Bætiefni í formi munnúða frásogast og nýtast líkamanum allt að 50% betur en hefðbundnar töflur og hylki. Þeir henta líka sérstaklega vel þeim sem vilja geta bætiefnainntöku bragðgóða og skemmtilega. Einnig eiga margir í erfiðleikum með að gleypa hefðbundin bætiefni og þá eru Nordaid munnúðarnir algjör snilldar lausn fyrir þann hóp.