Stutta svarið er já, það þurfa allir magnesíum. Magnesíum finnst auðvitað í matvælum og í hinum fullkomna heimi myndum við fá nóg af þessu nauðsynlega efni í gegnum fæðuna. Hins vegar er það ekki raunin og talið er að allt að 75% fólks fái ekki nægilegt magn af magnesíum daglega.
Magnesíum er óhemju mikilvægt steinefni og tekur þátt í uþb 300 efnahvörfum í líkamanum! Það þýðir einfaldlega, að það að hafa of lítið af því getur leitt til allskonar vandamála, líkamlegra og andlegra.
Magnesíum er nauðsynlegt fyrir alla eðlilega slökun, bæði fyrir vöðva, að með töldu hjarta og æðum og einnig fyrir taugakerfið. Magnesíum er því mikilvægt sterku taugakerfi og góðu andlegu jafnvægi.
Það er mjög mikilvægt að fá nóg magnesíum svo líkaminn geti slakað vel á, náð góðum svefni og andlega hliðin sé upp á sitt allra besta.
Magnesíum skortur getur lýst sér í:
- Vöðvakrömpum og ósjálfráðum kippum
- Sinadráttum og náladofa
- Svefntruflunum
- Fótaóeirð
- Pirringi og depurð
- Hjartsláttatruflunum
Það er ýmislegt sem getur einfaldlega haft þau áhrif að magnesíum eyðist úr líkamanum. Ýmis lyf, áfengisneysla, slæmt mataræði, streita og álag...til dæmis hjá íþróttafólki. Alls þessa vegna er mikilvægt fyrir mjög marga að taka inn magnesíum í formi bætiefnis.
Hvað er þá þægilegra og meira aðlaðandi en að nota freyðitöflur?
Trace Minerals Magnesíum freyðitöflurnar koma í tveimur ljúffengum bragðtegundum, eru sykurlausar, án gervisætu, GMO fríar, glútenlausar og Vegan.