Svona endurheimtir þú löngunina

Svona endurheimtir þú löngunina

Ástin og kynlífið eru eitt af því sem gerir lífið dásamlegt! En til að allt gangi upp þarf samverkan margra þátta og það þarf ekki alltaf mikið til að setja tilfinningar og hugsanir út af sporinu. Hvernig stendur á því að við getum verið æsispennt eina stundina og alveg áhugalaus þá næstu?

Svarið er ekki einfalt og ástæður þess eru margar. Og hver sem ástæðan er getum við gert ýmislegt smátt til að gera okkur leiðina greiðari. Flest okkar geta endurheimt kynlöngunina – og líka þú.

SVEFN OG HVÍLD

Líkaminn þarf góðan nætursvefn til að allt virki sem skyldi. Þetta á einnig við um kynlöngunina. Reyndu að slaka vel á, vinda ofan af deginum og sofa vel. Mörg eigum við gæðastundirnar okkar á morgnana, þegar við erum útsofin og full af orku.

GEFÐU ÞÉR TÍMA

Mörg okkar þurfa góðan tíma til að komast í gang. Þetta er tími sem fólk verður einfaldlega að gefa sér, enda er hann lykilatriði fyrir heilbrigt og gott kynlíf.

MATARÆÐI OG HREYFING

Hollur og góður matur og hreyfing eftir getu og færni fylla okkur orku, þrótti og vellíðan. Um leið færum við líkamanum forsendur til að gera sitt besta – dásamlegt orkuskot fyrir öll kerfi!

GRÍPIÐ GÆSINA ÞEGAR HÚN GEFST

Hafið augun opin! Nýtið hvert tækifæri til að eiga unaðsstund, þegar þið getið og langar til. Að skipuleggja allar gleðistundir verður fljótt þvingað og órómantískt og veldur oft aukinni streitu og frammistöðukvíða. Reynið því að láta þetta gerast af sjálfu sér.

BURT MEÐ STREITU OG GÁTLISTA

Minni streitu fylgir aukin orka. Hafið því „gátlistann“ sem allra stystan. Þetta er hægara sagt en gert, en það þarf ekki allt að vera fullkomið. Reynið að forgangsraða því sem mestu skiptir.

SOFIÐ NAKIN SAMAN

Sofið nakin saman. Húð og nánd magna upp löngun. Best er þegar við gerum okkur sem minnstar væntingar og slökum bara á saman, án þess að gera neinar kröfur hvort til annars.

NOTIÐ HJÁLPARTÆKI

Kynlífsleikföng geta gert kynlífið betra og skemmtilegra og hjálpað ykkur að finna aftur leiðina að kynlönguninni. Sleipiefni eða unaðsgel gerir kynlífið unaðsríkara. Þessi efni minnka núning, gera viðkvæma slímhúð sleipari og geta aukið nautnina.

LÖNGUN NÆRIR LÖNGUN

Löngun nærir löngun! Gefið ástinni og lönguninni svigrúm til að vakna og blómstra. Gefið hvort öðru tíma, sýnið skilning og verið óhrædd við að tala saman. Munið að vera jákvæð, því að það eflir bæði löngun og orku. Þegar þið eruð komin af stað rifjast upp fyrir ykkur hvað þetta er yndislegt, skemmtilegt og gott fyrir líkama og sál.

NJÓTIÐ NÁNDARINNAR SKILYRÐISLAUST

Nándin sem slík er það sem kemur líkamanum í gang. Farið saman í sturtu, nuddið hvort annað, snertið og faðmið hvort annað án þess að gera kröfu um nokkuð meira.

Fæðubótarefni sem stuðla að aukinni orku, eðlilegri kynhvöt og lífsþrótti.

L-Argiplex Total fyrir karla

L-Argiplex Total fyrir konur er sérhannað með þarfir karla í huga og inniheldur magnesíum og sink. Sink viðheldur heilbrigðu testósteróngildi í blóðinu. Magnesíum stuðlar að heilbrigðum orkuefnaskiptum og vöðvavirkni. 

L-Argiplex Total fyrir konur

L-Argiplex Total fyrir konur er sérhannað með þarfir kvenna í huga og inniheldur viðbætt B-vítamín og bíótín. Bíótín hefur góð áhrif á húðina og slímhúðina í kvenlíffærunum og eykur m.a. rakamyndun í slímhúðinni. B6-vítamín stuðlar að bættri stjórnun hormónavirkni. Varan inniheldur einnig ginseng, sem viðheldur eðlilegri kynhvöt og orku og vinnur um leið gegn þreytu.

 

L-Argiplex fæðubótarefnin fást í flestum apótekum, Hagkaup og Fræinu Fjarðarkaup.