Augnþurrkur er geysilega algengt vandamál og getur orðið mjög óþægilegt og sársaukafullt ástand í verstu tilfellunum.
Hins vegar eru mjög margir sem jafnvel ekki átta sig á fyrstu einkennunum og eru með augnþurrk án þess að fatta það! Það er alltaf betra að grípa inní ástandið ef það er gert snemma þannig að spáðu aðeins í þessi einkenni....
Eins og sé sandur í augunum og erfitt að opna þau á morgnana, kláði, roði, þreyta í augum, óskýr sjón og þá sérstaklega á morgnana og þegar þreytan læðist að á kvöldin, rennur úr augunum, aukin ljósfælni og óþægindi við linsunotkun...
Ef þú kannast við þetta þá er um að gera að grípa inní.
Við mælum með Membrasin Vision parinu.
- Bætiefni með hafþyrnisolíu, Lutein og Zeaxanthin, sérhannað til að mýkja augun og vernda gegn skaðlegum bláum geislum frá tölvum og snjalltækjum.
- Augnúði með hafþyrnisolíu og hyaluronsýru til að mýkja, næra og gefa raka