Erum stolt af því að geta boðið hágæða vítamín og bætiefni í umhverfisvænum umbúðum.
Íris Gunnarsdóttir, Jóhann Berg Guðmundsson og Díana Íris Guðmundsdóttir reka fjölskyldufyrirtæki sem flytur inn og framleiðir heilsuvörur. Nýjasta vörulínan eru bætiefnabox í handhægum pakkningum, fimm sérvalin hágæða bætiefni í einu bréfi fyrir hvern dag í umhverfisvænum umbúðum.
Bætiefni eru nauðsynlegur hluti af daglegri rútínu margra og geta skipt sköpum í heilsufari einstaklinga. En framboðið af bætiefnum á markaðnum er satt að segja yfirþyrmandi og sannleikurinn er sá að vörurnar sem þar má finna eru jafn misjafnar og þær eru margar.
Skápar fullir af vítamínum
Það er vandi hjá mörgum að eldhússkáparnir fyllist af bætiefnaglösum með vítamínum sem eiga að gera kraftaverk. Sannleikurinn er líka sá að flest erum við ekki sérfræðingar í því hvaða bætiefni passa best saman til að ná fullri virkni.
Einfaldar bætiefnavalið
Einn stærsti kosturinn við bætiefnaboxin frá númer eitt er einfaldleikinn; allt í einum pakka og ekkert flækjustig. „Öll erum við ólík og þess vegna settum við saman sex mismunandi box fyrir fólk með ólíkar þarfir fyrir bætiefni. Bætiefnin frá númer eitt koma í sex handhægum og heildstæðum bætiefnaboxum sem eru sérsniðin fyrir ákveðna heilsufarsþætti.
Hvert bætiefnabox inniheldur 30 dagsskammta í handhægum umbúðum. Hver dagsskammtur inniheldur sérvaldar jurtir, vítamín, steinefni, fitusýrur, Q10 eða góðgerla. Enn fremur eru þau valin með samvirkni í huga. Þau hafa ekki neikvæð áhrif á virkni hvert annars í líkamanum heldur stuðla að hámarksupptöku og nýtingu.
Þú velur einfaldlega pakkann sem hentar þér hverju sinni og tekur svo daglegan skammt. Fimm hylki og töflur sem koma saman í einu bréfi. Hentugra verður það ekki. Það er bæði auðveldara að muna eftir bætiefnunum og svo þarf heldur ekki að opna mörg mismunandi pilluglös til að plokka eitt og eitt úr, jafnvel oft á dag. Þar sem þau eru sérsniðin fyrir hvern og einn notanda þá er líka mun líklegra að bætiefnin hafi tilskilin áhrif. Auk þess er ólíklegra að inntakan gleymist. Þú þarft aldrei að horfa á eftir stútfullu og útrunnu pilluglasi í ruslið.
Gæði ofar öllu
Við störfum með virtum framleiðenda í Danmörku sem vinna bætiefni beint úr fæðu. Þeir uppfylla alla nauðsynlega gæðastaðla og vottanir sem og allar okkar kröfur um gæði, framleiðsluhætti, umhverfisvernd og sjálfbærni.
Innihaldið í númer eitt bætiefnunum er þróað af dönskum jurtalæknum og samsetning bætiefnanna í boxunum er úthugsuð út frá rannsóknum og aldagamalli þekkingu á jurtum og virkni þeirra og samvirkni. Bætiefnin eru af hæsta gæðaflokki hvað varðar hreinleika og virkni, innihalda staðlað jurtaextrakt og mjög virka skammta. Skammtastærð hvers efnis í bætiefnaboxunum er hárnákvæmt ákvörðuð og samsvarar þeim meðferðarskömmtum sem jurtalæknar mæla með.
Vítamín og steinefni á náttúrulegu formi
Bætiefni eru misjöfn að gæðum og búin til á mismunandi hátt. Næringarefnin eins og þau koma fyrir í náttúrunni, í mat, nýtast okkur best. Þess vegna völdum við framleiðanda sem notar vítamín og steinefni sem eru unnin beint úr grænmeti, ávöxtum og jurtum til að tryggja gæði og hámarksvirkni. Það er hornsteinninn í því sem við köllum vítamín og steinefni á náttúrulegu formi (e. Food State).
Ímyndum okkur tvo möguleika:
Í öðru dæminu er búið að einangra tiltekið vítamín, búa til gerviútgáfu af því á tilraunastofu, blanda því ef til vill við önnur sambærileg vítamín og steypa öllu saman í töflu. Taflan inniheldur ýmis aukaefni og er húðuð með enn öðru aukefninu. Oftar en ekki skilar líkaminn töflunni nánast heilli út hinum megin vegna þess að hann nær ekki að brjóta hana almennilega niður.
Í hinu dæminu tökum við ávexti, grænmeti og jurtir, vinnum úr því bætiefnablöndu við ströngustu gæðakröfur og notum tæknina til að stilla skammtastærðirnar rétt af. Afurðin er þurrkuð og sett í hylki án flestra þeirra aukaefna sem oftast má finna í bætiefnum. Líkaminn veit hvað hann á að gera við svona næringarefni vegna þess að þau eru alveg eins og þau fyrirfinnast í náttúrunni.
Hvort ætli nýtist nú betur? Að okkar mati er síðarnefndi kosturinn augljós. Því völdum við að fara í samstarf með framleiðanda sem er sama sinnis, til að bjóða upp á vörur sem innihalda það sem þær eiga að innihalda og nýtast og virka eins og best verður á kosið. Við sættum okkur ekki við neinar málamiðlanir í gæðum. Bætiefni geta verið frábær baktrygging fyrir heilsuna, þess vegna er mikilvægt að velja gæði og muna svo eftir að taka þau inn.
Bætiefnaboxin eru sex
Kona 45+ er fjölvítamín- og steinefnablanda með auka magnesíum, omega 3 úr laxi og sérvalinni jurtablöndu sem stuðlar að jafnvægi og góðri orku. Boxið hentar mjög vel fyrir konur yfir fertugu sem ef til vill finna fyrir hormónabreytingum.
Karl 45+ er fjölvítamín- og steinefnablanda með auka D-vítamíni, sínki, burnirót og jurtablöndu. Bætiefnaboxið hentar mjög vel fyrir karla frá 45 ára aldri sem vilja viðhalda orku og huga að heilbrigði hjarta, ónæmiskerfis og blöðruhálskirtils.
Kjarni er fjölvítamín- og steinefnablanda með auka magnesíum, omega 3 úr laxi og vinveittum meltingargerlum. Kjarni hentar mjög vel fyrir þau sem vilja viðhalda orkunni og baktryggja sig með fjölvítamíni til að líkaminn fái öll helstu næringarefnin daglega.
Kyrrð er B-vítamínblanda með C-vítamíni, inósitóli og kólíni, magnesíum, D-vítamíni og jurtablöndu með schisandra og sítrónumelissu. Kyrrð er hönnuð fyrir fólk sem glímir við svefnvandamál eða streitu. Boxið hentar vel þeim sem eru undir miklu álagi, hvort sem það er andlegt eða líkamlegt.
Orka inniheldur B12-vítamín, kóensím Q10, D-vítamín og jurtablöndu með burnirót og síberíuginsengi. Orka hentar mjög vel fyrir fólk sem vill viðhalda orkunni yfir daginn og efla hana til að takast á við verkefni dagsins.
Vörn inniheldur D-vítamín, C-vítamín, B-vítamínblöndu, sínk og sólhatt og hentar mjög vel fyrir fólk sem vill efla varnir líkamans, þeim sem eru undir álagi og þeim sem vilja styrkja ofnæmiskerfið fyrir árstíðartengd veikindatímabil.
Öll bætiefnin eru glúten- og mjólkurlaus. Línan inniheldur engin erfðabreytt innihaldsefni.
KARL 45+, VÖRN OG KYRRÐ eru vegan.
Öll vítamínin eru á sama formi og þau koma fyrir í náttúrunni; bundin öðrum næringarefnum sem efla upptöku og nýtingu hvert annars.
Jurtirnar eru unnar í staðlað extrakt sem þýðir meiri styrkleiki og gæði.
Steinefnin í blöndunum eru á lífrænu formi og bundin öðrum næringarefnum sem sér til þess að þau nýtist sem best.
Engin ónauðsynleg aukaefni
Flest bætiefnin frá númer eitt eru í hylkjum, sem þýðir að við getum komist hjá því að nota mikið af fylliefnum. Sumar vörurnar eru þó í töfluformi (B-vítamínblanda, D-vítamín, B-12, magnesíum og selen) og innihalda eitthvað af fylliefnum. Fylliefnin eru öll unnin úr plöntum og algerlega náttúruleg, svo við gerum engar málamiðlanir þar hvað framleiðslugildin okkar varðar. Þess vegna eru töflurnar ekki húðaðar og eru þar af leiðandi með svolitla grófa yfirborðsáferð. Okkur finnst það samt mun betri kostur en að hjúpa töflurnar okkar með óþarfa aukaefnum.
Gæði og sjálfbærni í fyrirrúmi
Við erum stolt af því að vinna með framleiðanda sem gerir ríkar kröfur til birgja sinni um hráefni og fullunnar vörur og ver miklu fjármagni í að tryggja það. Allt hráefni í bætiefnaboxunum frá númer eitt er framleitt á sjálfbæran hátt, bæði hvað varðar siðferði og umhverfi. Framleiðendur setja strangar reglur um ábyrga öflun hráefna, hvort sem er um söfnun villtra jurta að ræða eða ræktun þeirra. Þá vinna þeir með sérhæfðum búfræðingum og hráefnabirgjum til að tryggja sjálfbærni. Hluta af ágóðanum af sölu bætiefnanna er svo varið í að bæta kjör fólks á þeim svæðum þaðan sem hráefnin eru fengin.
Umbúðirnar eru að auki endurvinnanlegar, „Cradle to Cradle“, sem merkir að efnisnotkun, endurvinnsla og endurnýting er í algjörum forgrunni. Bætiefnaboxin eru endurvinnanleg og henta einnig í endurvinnslutunnu heimilisins með lífrænum úrgangi.
Bætiefni geta verið frábær baktrygging fyrir heilsuna, þess vegna er mikilvægt að velja gæði og muna svo eftir að taka þau inn.
Upplýsingar og hentugt bætiefnapróf er að finna hér og svör við algengum spurningur er hægt að lesa með því að smella hér.
Sölustaðir eru Lyf og heilsa, Apótekarinn, Lyfja, Fræið Fjarðarkaup, Hagkaup, Heilsuhúsið og Heimkaup. Númer eitt bætiefnaboxin er einnig fáanleg í Netverslun Lyfju, Heilsuhúsinu og Heimkaup.