Meltingarstyrkur er líka fyrir börnin

Meltingarstyrkur er líka fyrir börnin

Vissir þú að það er mjög mikilvægt að hlúa að þarmaflóru barna sem þurfa að taka sýklalyf?

Rannsóknir hafa sýnt að mikil sýklalyfjanotkun barna getur leitt til heilsufarsvandamála seinna á ævinni. Því er mikilvægt að huga að því að börn fái góðgerla til að sporna á móti aukaverkunum lyfjanna. Meltingarstyrkur inniheldur gerilinn Lactobacillus Rhamnosus og sýnt hefur verið framá að hann virkar vel til inntöku fyrir börn á sýklalyfjum.

Meltingarstyrkur eru hylki með góðgerlum sem eldri börn eiga yfirleitt auðvelt með að taka inn. Hins vegar er einnig hægt að opna hylkin og blanda innihaldinu í vökva, jógúrt eða annað matarkyns fyrir yngri börnin. Meltingarstyrkur er bragðlaus og börnin taka ekkert eftir honum í fæðunni.

Meltingarstyrkur hentar börnum frá eins árs aldri.