Kaldur hafragrautur með súkkulaði og þurrkuðum banönum

Kaldur hafragrautur með súkkulaði og þurrkuðum banönum

Að brjóta súkkulaðiskorpuna yfir kalda hafragrautnum er svolítið eins og að taka fyrsta bitann af Magnum ísnum þínum. Það er stökkt og  brotnar.  Undir súkkulaðinu er að finna næringaríkan hafragraut og súkkulaðið byrjar að bráðna á tungunni. Þessi morgunverður er miklu hollari en ís og er ánægjuleg byrjun á deginum. 

 

Uppskrift:

  • 40 gr. Hafragrautur með súkkulaði og þurrkuðum banönum
  • 50ml. mjólk eða jurtamjólk að eigin vali.
  • 50ml. jógurt, AB mjólk eða Kefír.
  • Ein teskeið hnetusmjör að eigin vali eða þitt uppáhalds.
  • 20gr. dökkt 70% súkkulaði sem dæmi.
  • Ein teskeið hunang eða maple sýróp, hægt að sleppa.
  • Örlítið salt.  

Aðferð: 

  1. Blandaðu hafragraut, mjólk og jógúrt og settu í glerílát.
  2. Settu blönduna í ísskáp.  Best er að geyma í ísskáp yfir nótt en þannig verður blandan extra ljúffeng.  Ef þú ert hins vegar að flýta þér þá er vel hægt að skella blöndunni í ísskápinn á meðan súkkulaðið er brætt.
  3. Þegar súkkulaðið er bráðnað í vatnsbaði eða á vægum hita í pottinum þá tekur þú blönduna úr ísskápnum og....   setur eina teskeið af hnetumjöri ofan á.
  4. Þá er komið að því að setja bráðið súkkulaðið á toppinn og því er dreift jafnt yfir þannig að það þeki hafragrautinn og hnetusmjörið.
  5. Að þessu loknu er blandan sett aftur inn í ísskáp þar til súkkulaðið er orðið stökkt.  Einnig er hægt að setja í frystinn til að flýta enn frekar fyrir. 

Þegar rétturinn er klár þá er ekki eftir neinu að bíða en að njóta! 

þessi uppskrift hentar bæði sem spari morgunverður og einnig sem eftirréttur eftir góða máltíð.  Einnig má auðvitað njóta sem millimál eða sem kvöldsnarl. 

Það er unun að borða þennan hafragraut sem mun örugglega kæla þig aðeins en ylja þér um hjartarætur. 

Fullnægjandi og næringaríkur réttur sem kemur á óvart.  Frábær réttur hvort sem er í upphafi eða lok dags. 

Verði þér að góðu :) 

Við getum ekki beðið eftir að sjá sköpun þína ! Deildu myndunum þínum á Instagram og merktu okkur @numereitt