Higher Nature | True Food® Clarity fyrir konur
56006603
- Verð
-
7.779 kr - Verð
-
0 kr - Afsláttarverð
-
7.779 kr
Náttúruleg og öflug næring fyrir hugann. Samsett úr sex samverkandi næringarefnum úr náttúrunni sem hjálpa þér að viðhalda skýrum hug. Inniheldur einkaleyfisvarða efnið MemophenolTM sem hefur vísindalega sannprófaða virkni, efni úr Lion's mane-sveppum með marksækna verkun, jurtina „Bacopa monnieri“ sem eflir heilastarfsemi, ásamt fólati og B12-vítamíni frá True Food sem unnið er úr spínati og shiitake-sveppum.
Ávinningur:
- Aukinn skýrleiki
- 100% náttúrlega virk efni
- Vísindalega sannprófuð virkni MemophenolTM
Fyrir hverja er þetta
- Fullkomið fyrir alla sem vilja halda heilanum í toppformi
- Tilvalið til að auka vitræna getu, hvort sem er til skemmri og lengri tíma
- Frábært fyrir konur við og eftir tíðahvörf, eldra fólk, fagaðila, nemendur og þá sem spila tölvuleiki
- Fullkomið á próftímabilum
- Fyrir alla í leit að náttúrulegri, sannprófaðri leið til að bæta einbeitingu
- Mælt með fyrir alla sem borða lítið af berjum
- Hentar þeim sem neyta ekki dýraafurða
Innihald
French whole grape and wild blueberry fruit extracts [Memophenol™], capsule shell (hydroxypropyl methylcellulose), bacopa monnieri extract, lion’s mane mushroom fruiting body extract, spinach leaf extract, shiitake mushroom fruiting body extract.
Notkun
Fullorðnir taka 2 hylki daglega, 1 hylki með morgunmat og seinna hylkið með hádegis- eða kvöldmat. Ekki fara yfir ráðlagðan dagsskamt.
Fæðubótarefni ættu ekki að vera notuð sem staðgengill fyrir fjölbreytta fæðu og heilbrigðan lífsstíl.
Varan er ekki ætluð konum yngri en 18 ára, þungaðar konur ættu ekki að taka inn fæðubótarefnið.
Ekki er ráðlagt að taka inn fæðubótarefnið ef þú ert á blóðþynnandi lyfjum og eða glímir við heilsubrest. Mælst er með því að ráðfæra sig við heilbrigðisstarfólk.
Geymdu á köldum, þurrum stað utan seilingar barna.Innsýn næringarfræðings:
Þetta er einstök samsetning sem er sú fyrsta sinnar tegundar á markaði, en um er að ræða spennandi blöndu af bláberja- og vínberjakjarna ásamt kjarna úr lækningasveppum með marksækna virkni sem gæti gagnast fjölbreyttum hópi fólks.
Ýmsar rannsóknir (bæði áhorfsrannsóknir og íhlutandi rannsóknir) benda til þess að bláber, vínber, Lion's mane-sveppur og Bacopa monnieri innihaldi efnasambönd sem hafa áhrif á ýmis ferli í líkamanum sem draga úr áhættuþáttum tengdum taugahrörnun, vitsmunalegri skerðingu, hjarta- og æðasjúkdómum, bólgum og oxunarálagi.
Annar ávinningur þessara virku efna er jákvæð áhrif þeirra á meltingarflóruna. Efnasambönd plantna á borð við flavónól (sem finnast í öllum þessum virku efnum) fjölga góðgerlum í meltingarvegi sem stuðlar að frekari heilsufarslegum ávinningi.
Í kjölfar heimsfaraldursins glíma margir enn við heilaþoku af völdum langvarandi COVID. Öll virku efni samsetningarinnar geta hugsanlega dregið úr einkennum heilaþoku.
Heilaþoka er einnig fylgikvilli kynhormónasveiflna hjá konum á breytingaskeiði og lækkaðs estrógenmagns við og eftir tíðahvörf sökum þess mikilvæga hlutverks sem estrógen gegnir í að viðhalda heilbrigðu taugakerfi og sjá heilafrumum fyrir orku.
Memophenol:
Einkaleyfisvarin og klínískt virk blanda kjarna úr villtum bláberjum og vínberjum.
Tveir helstu verkunarþættir=
1) Eykur taugamyndun – framleiðsla, fjölgun, þroskun og samtenging nýrra taugafrumna í heilanum.
Memophenol eykur hlutfall nýrra, snemmbærra taugafrumna með taugamót með því að bæta tjáningu vaxtarþáttar þeirra (NGF).
2) Eykur aðlögunarhæfni boðleiða – geta heilans til að styrkja eða veikja taugamótatengingar.
Flýtir fyrir boðum á milli taugafrumna með því að hvetja tjáningu CaMKII (mikilvægt prótein sem er grundvöllur fyrir virkni taugamóta, nám og minni).
Mikilvægt er að taka fram að rannsóknir sýndu að blanda bláberja- og vínberjakjarna jók jákvæð áhrif beggja efnanna. (Þessi efni eru samverkandi). Saman auka þessi efni lífaðgengi, taugaverndandi áhrif og andoxunareiginleika hvors annars, samanborið við ef þeir eru teknir í sitthvoru lagi. – „Heildin er stærri en hlutar hennar samanlagðir“.
Helstu atriði:
Memophenol er samverkandi blanda fjölfenóla sem hefur jákvæð áhrif á minnið – tvíeinkaleyfisvarin blanda kjarna úr frönskum vínberjum og villtum bláberjum
Birtar rannsóknir – ein faraldsfræðirannsókn, sex forklínískar rannsóknir og tvær klínískar rannsóknir
Sýnt hefur verið fram á klíníska verkun hjá einstaklingum á aldrinum 18 til 70 ára – við langvarandi notkun hjá eldra fólki og við skammtímanotkun hjá nemendum.
Frönsk vínber-
Mikið magn resveratróls og flavanólfáliða og -einliða.
Einliður: lífaðgengilegustu fjölfenólin auka blóðstreymi í litlum æðum heilans
Örva orðskilning og bætia rýmisminni eldra fólks.
Villt bláber frá Norður-Ameríku
Rík af fenólsýrum, antósýaníni og flavónólum, einkum kersetíni
Hafa taugaverndandi áhrif
Auka taugamydun og aðlögunarhæfni boðleiða
Bæta vinnsluminni fullorðinna og eldra fólks
Bæta atburðaminni fullorðinna
Betaglúkön úr sveppum
Einn helsti kostur lækningasveppa er að þeir innihalda betaglúkön, en þau eru sérstök gerð trefja sem eru lífaðgengilegri en margar aðrar gerðir fæðutrefja. Sum þeirra eru nógu smá til að geta bundist beint við ónæmisfrumur og þannig haft áhrif á virkni þeirra, sem er ein undirstaða ónæmistýrandi eiginleika þeirra.
Ónæmisstýrandi eiginleikar vísa til hvers konar breytinga á virkni ónæmiskerfisins. Þessar breytingar geta annaðhvort falið í sér „styrkingu“ eða „bælingu“ en jafnvægi þessara þátta er nauðsynlegt til að viðhalda sterku og heilbrigðu ónæmiskerfi.
Líkt og aðrar trefjar næra betaglúkön góðgerla í líkamanum. Þannig teljast þau sem „góðgerlaörvandi“ sem hefur enn frekari ávinning í för með sér og stuðlar að heilbrigðum efnaskiptum líkamans.
Lion’s mane-sveppurinn – „náttúruleg efling á starfsemi heilans“
Best þekktur sem sveppurinn sem eflir starfsemi heilans sökum jákvæðra áhrifa hans á heilbrigði taugafrumna og heilans.
Sveppurinn inniheldur efnasambönd (herisenón og erinasín) sem geta auðveldlega komist yfir blóðþröskuld heilans og hafa sýnt taugasækin og taugaverndandi áhrif. Sýnt hefur verið fram á að þau ýti undir nýmyndun á vaxtarþáttum taugafrumna (NGF).
Einnig hefur verið sýnt fram á að Lion’s mane-sveppir og kjarnar úr þeim draga úr einkennum minnistaps hjá músum ásamt því að koma í veg fyrir taugaskaða af völdum amýlóíð-beta skella sem safnast upp í heila Alzheimer-sjúklinga.
Þátttakendur í rannsókn sem gerð var árið 2010 á konum í tíðahvörfum greindu frá því að það að borða smáköku sem innihélt 500 mg af Lion’s mane-sveppum á hverjum degi í einn mánuð dró úr pirringi og kvíða. Hvert hylki af Clarity inniheldur 500 mg. af Lion’s mane.
Rannsókn frá árinu 2020 sem gerð var á fólki með væg einkenni Alzheimer-sjúkdómsins sýndi að dagleg inntaka fæðubótarefnis sem innihélt 1 g af Lion’s mane-sveppum í 49 vikur jók marktækt stigafjölda á vitrænu prófi samanborið við lyfleysu. – Hvert hylki af Clarity inniheldur 500 mg, því má ná þessum skammti með tveimur hylkjum á dag.
Sveppurinn hefur einnig andoxandi, bólgueyðandi og ónæmisstýrandi eiginleika, bætir blóðsykurstjórn, hefur örverueyðandi áhrif, lækkar blóðfitur og lækkar blóðsykur. Hann er þó oftast notaður við meðferð taugahrörnunarsjúkdóma og vitsmunalegrar skerðingar.
Bacopa Monnieri
Vísbendingar eru um að Bacopa monnieri hafi áhrif á dópamín, serótónín og kólínvirk kerfi líkamans og örvi hugsanlega taugasamskipti með því að auka vöxt taugaþráða. Bacopa monnieri hefur einnig andoxandi og bólgueyðandi eiginleika.
Safngreining á niðurstöðum níu lítilla klínískra rannsókna, ásamt nýrri rannsóknum, sýnir að dagleg inntaka 300–600 mg af bacopa í að minnsta kosti 12 vikur tengist ekki bættri heilastarfsemi, hvorki með tilliti til vinnsluminnis, námshraða, greiningu á myndum og orðum, viðbragðstíma né athygli, samanborið við lyfleysu. Hins vegar bendir greining á undirhóp safngreiningarinnar og annarri lítilli klínískri rannsókn til bætinga á viðbragðstíma, orðskilningi, getu til ítarlegrar upprifjunar, minnisgeymd, minni og úrvinnslu á upplýsingum hjá heilbrigðum fullorðnum einstaklingum, samanborið við lyfleysu.
Taugafræðileg áhrif: Einhverjar sannanir benda til þess að bakósíðar A, B og X og alkóhólútdráttur bacopa-kjarna stuðli að bættri námsgetu, minni og heilastarfsemi. Hugsanlegar orsakir aukinnar heilastarfsemi eru meðal annars áhrif á seytingu asetýlkólíns, virkni kólínasetýlasa, bindingu við kólínvirka múskarínviðtaka og tjáningu mRNA-lífmerkja hjá sjúklingum með Alzheimer-sjúkdóm. Vegna þessara kólínvirku áhrifa hefur áhugi kviknað á því að nota bacopa í meðferðum við Alzheimer-sjúkdómi. In vitro rannsóknir sýna að bacopa getur verndað taugafrumur gegn frumudauða af völdum betaamýlóíða. Það kann að orsakast af hamlandi áhrifum bacopa á asetýlkólínesterasa. Í dýralíkani af Alzheimer-sjúkdómi sýnir bacopa-kjarni jákvæð áhrif á rýmisminni.
Niðurstöður klínískra rannsókna sýna einnig að bacopa eykur fosfórun CREB (bindiprótín cAMP-svörunar) sem er lykilþáttur í að viðhalda jafnvægi á taugavaxtarþætti heilans (BDNF) í dreka og ennisblaði og hefur mikil áhrif á námsgetu og minni.
Aðrar upplýsingar
Númer eitt | Avita ehf ráðleggur barnshafandi konum, konum með barn á brjósti, og einstaklingum með langvinna sjúkdóma að leita alltaf til heilbrigðisstarfsfólks áður en þeir hefja inntöku fæðubótarefna.
Fæðubótarefni eru ekki ætluð til að meðhöndla sjúkdóma eða koma í veg fyrir þá né ættu ekki að vera staðgengill fyrir heilbrigða og fjölbreytta fæðu. Geymið fæðubótarefnin á öruggum stað þar sem börn hvorki sjá né komast í þau.
Gat ekki hlaðið framboði fyrir afhendingu



Higher Nature | True Food® Clarity fyrir konur
- Verð
-
7.779 kr - Verð
-
0 kr - Afsláttarverð
-
7.779 kr
Ummæli
Author's nameFrábær vara
Author's nameAdd customer reviews and testimonials to showcase your store's happy customers.
Author's nameAdd customer reviews and testimonials to showcase your store's happy customers.
Author's nameAdd customer reviews and testimonials to showcase your store's happy customers.
Author's nameAdd customer reviews and testimonials to showcase your store's happy customers.