Vsk innifalinn og sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli
Shipping calculated at checkout.
K2+D3 vegan-úðinn frá Nordaid er munnúði sem tryggir góða upptöku efnanna. Með honum berast vítamínin beint frá slímhúðinni í munninum út í blóðrásina, ólíkt hylkjum og töflum.
D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og viðhaldi beina og tanna.
K-vítamín stuðlar að viðhaldi beina og eðlilegri blóðstorknun.
ATHUGIÐ: Notist ekki ef þú tekur segavarnarlyf (blóðþynnandi lyf).
Munnúðinn nýtist líkamanum allt að 50% betur en hefðbundnar töflur og hylki, þar sem innihaldið frásogast beint í gegnum slímhúð munnhols og út í blóðrásina.
Inniheldur hvorki sykur né gervisykur
Mikil gæði og fyrsta flokks sérvalið hráefni
Nútíma loftlausar umbúðir sem tryggja ferskleika og endingu
GMP vottað
Innihald
D vítamín
K vítamín
Notkun
Fyrir fullorðna:
4 úðar á dag gefa 100 μg af K2-vítamíni (133%) og 100 μg (4000 IU) (2000%*) af vegan D3- vítamíni úr grákrókum (Cladonia rangiferina).
Ekki ætlað börnum yngri en 3 ára.
Þegar munnúðinn er notaður í fyrsta skipti er gott að ýta nokkrum sinnum á úðahausinn til að fá vökvann upp í rörið. Hristið glasið fyrir notkun. Úðið undir tunguna eða innan á kinnina. Munið að setja hettuna á úðahausinn og geymið flöskuna þannig hún standi lóðrétt.
Ef munnúðinn er ekki notaður í langan tíma, þá getur hann stíflast. Ef það gerist þá þarf að hreinsa úðahausinn með heitu vatni.
Varúðarupplýsingar
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu.
Geymið vöruna þar sem börn hvorki ná til né sjá hana.