Hvernig á að setja MISTI ilmdreifarann saman:
Skrúfaðu af skrauthlífina og taktu úðaeininguna úr tækinu. Snúðu henni á hvolf.
Skrúfaðu ilmkjarnaolíuflöskuna þína beint í úðaeininguna.
Settu úðaeininguna aftur í botn tækisins og skrúfaðu skrauthlífina aftur á.
Ýttu á takkann og stilltu úðun eftir þínum óskum. Njóttu ilmsins!
Stýring á úðun – 3 stillingar:
Lág úðun (gult ljós):
Ýttu einu sinni á takkann. Úðar í 1 sekúndu, pásar í 60 sekúndur.
Miðlungs úðun (grænt ljós):
Ýttu tvisvar á takkann. Úðar í 1 sekúndu, pásar í 40 sekúndur.
Há úðun (blátt ljós):
Ýttu þrisvar á takkann. Úðar í 1 sekúndu, pásar í 20 sekúndur.
Slökkva:
Ýttu fjórum sinnum á takkann eða þar til ljósið slokknar.
Athugið: Ilmdreifarinn slekkur sjálfkrafa á sér 3 klukkustundum eftir síðustu snertingu.
Ending ilmkjarnaolíu (1 x 10ml flaska):
Lág úðun: u.þ.b. 120 klst.
Miðlungs úðun: u.þ.b. 80 klst.
Há úðun: u.þ.b. 40 klst.