Vsk innifalinn og sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli
Shipping calculated at checkout.
Membrasin Moisture bætiefnið er fyrir þá einstaklinga sem þjást af þurrk í slímhúð. Konur sem glíma við leggangaþurrk og óþægindi á kynfærasvæði vegna breytingarskeiðs, sjúkdóma, aukaverkana lyfja, krabbameinsmeðferða eða aldurs.
Varan hentar þeim einstaklingum sem eru með þurrk í slímhúðum, svo sem augna, nefi, þurrk í húð eða önnur húðvandamál.
Membrasin Moisture leggangakremið er hormónalaust með sannaða virkni (MD lækningatæki). Kremið nærir slímhúð legganga, húð og slímhúð ytri kynfæra og er engin hliðstæð vara til á markaði.
Kremið inniheldur hafþyrnisolíu SBA24® sem er rík af Omega7 ásamt hyaluronsýru sem eykur raka og mýkir. Einnig inniheldur kremið mjólkursýru sem hefur góð áhrift á bakteríuflóru legganga og stuðlar að réttu sýrustigi.
Innihald
Membrasin Moisture bætiefnið inniheldur
Omega-3, -6, -7 -9 fitusýrur, A og E vítamín
Membrasin Moisture leggangakremið inniheldur
Hafþyrnisolía (Sea Buckthorn Oil) 3%
Mjólkursýra 1%
Natríumhýalúrónat 0,1%
Pakkinn inniheldur CE-merkta margnota stjöku
Notkun
Membrasin Moisture bætiefni
Í upphafi 2 x 2 hylki með máltíðum. Eftir það 2–4 hylki á dag.
Ekki taka meira en ráðlagðan dagskammt.
Membrasin Moisture leggangakrem
Stjakan sem fylgir með í pakkningunni er notuð til að sprauta kreminu upp í leggöngin. Hún er skrúfuð á krem túpuna og kremið kreist upp í, upp að svörtu línunni (u.þ.b. 2,4 grömm). Stjakan er skrúfuð af túpunni og kreminu sprautað upp í leggöngin að kvöldi og einnig borið á kynfærasvæði.
Til að fá sem mesta virkni:
Mælt er með að nota kremið á kvöldin áður en farið er að sofa.
Það tryggir að kremið vinnur á réttu svæði, í leggöngunum.
Geymsluþol 6 mánuðir eftir opnun.
Varúðarupplýsingar
Ekki skal neyta meira af vörunni en ráðlagður daglegur neysluskammtur segir til um.
Fæðubótarefni koma ekki í stað fjölbreyttrar og næringarríkrar fæðu.
Geymið vöruna þar sem börn hvorki ná til né sjá hana.