Vsk innifalinn og sendingarkostnaður reiknast í greiðsluferli
Shipping calculated at checkout.
Melissa ilmkjarnaolía er uppörvandi, róandi og skapbætandi olía sem Forn-Grikkir og Rómverjar notuðu fyrir meira en tvö þúsund árum vegna endurnærandi og gefandi eiginleika hennar.
Í dag er Melissa vinsæl fyrir róandi og verkjastillandi áhrif sín og er enn notuð til að lyfta geði og getur stuðlað að því að draga úr vanlíðan.
Melissa hefur bólgueyðandi eiginleika og er oft notuð í nudd til að lina vöðvaverki og draga úr húðertingum. Hún er einnig vinsæl til að stuðla að reglulegum tíðahring og getur hjálpað til við að lækka háan blóðþrýsting.
Melissa getur einnig komið í veg fyrir sýkingar. Hún hefur jafnvel verið notuð gegn ákveðnum stofnum herpesveiru og getur því reynst gagnleg sem heimilisúrræði gegn frunsum.
100% hrein Melissa ilmkjarnaolían (sítrónumelissu) hefur ríkulegan, sítruskenndan ilm með ferskum bjarmanótum og er ljósgul að lit. Hún er unnin úr melissujurtinni sem er upprunnin í Evrópu og Asíu.
Innihald
Melissa 100% hrein ilmkjarnaolía
Notkun
Notist aðeins útvortis.
Aromaterapía:
Blandaðu 5-7 dropum af olíu við vatn og bættu því við olíubrennara. Einnig getur þú sett 5-7 dropa í úðara til að njóta róandi ilmsins.
Nudd:
Þynntu 5 dropa af olíu í 10 ml af grunnolíu og nuddaðu því inn í húðina.
Bað:
Bættu 6-8 dropum af ilmkjarnaolíublöndunni við heitt baðvatn.
Húðin:
Blandaðu nokkrum dropum af olíu við grunnolíu eða uppáhalds húðkremið þitt til að fá meiri raka.
Sápugerð:
Olían er hentug fyrir sápugerð. En mælum með því að fylgja uppskrift.
Kertagerð:
Olían er einnig hentug fyrir kertagerð. Mælum með þvi að fylgja eftir uppskrift.
Potpourri:
Bættu nokkrum dropum af olíu í ilmdreifara til að fá náttúrulegan ilm í rýmið.