Flestir upplifa þurrk í slímhúð einhvern tíma á ævinni!
Membrasin vörurnar byggja á aldagamalli þekkingu og nýjum rannsóknum á hafþyrnisolíu en komið hefur í ljós að olían hefur græðandi áhrif á slímhúðir líkamans. Vörurnar vinna allt í senn á húðþurrki, augnþurrki og leggangaþurrki.
Hafþyrnisolía er unnin úr aldinkjöti og fræjum hafþyrnis (e. sea buckthorn) en hafþyrnir vex á norðurhveli jarðar við hafið og skartar fagurappelsínugulum berjum.
Olían er rík af Omega7 fitusýrum, en miklar rannsóknir hafa verið gerðar undanfarin ár á Omega7 með tilliti til allra slímhúða sem og fyrir húðina. Þá hafa Omega7 fitusýrur reynst afar vel í baráttunni gegn þurrki í hvort tveggja slímhúð og húð. Slímhúð er að finna víða í líkamanum og er meðal annars í munn- og nefholi, augum, lungum og leggöngum.
Membrasin vörurnar eru framleiddar af finnska fyrirtækinu Aromtech. Fyrirtækið er stofnað og rekið af konum og sérhæfir sig í framleiðslu á vörum úr hafþyrnisolíu.
Grunnurinn í Membrasin vörunum er einmitt hafþyrnisolían. Að auki er öðrum virkum efnum bætt í hverja vöru fyrir sig til þess að auka virkni þeirra enn frekar og eru allar vörurnar vegan.
Membrasin Vision bætiefni
Augnþurrkur er algengt vandamál hrjáir afar breiðan hóp fólks á öllum aldri.
Flestir þekkja áhrif öldrunar, en með hækkuðum aldri eykst þurrkur í slímhúð augna.
Enn fleiri hafa sett samasemmerki á milli tölvunotkunar og augnþurrks.
En augnþurrkur er þar fyrir utan fylgifiskur fjölda lyfja, sjúkdóma og lífstílsvenja.
Membrasin bætiefni fyrir augu inniheldur, líkt og allar Membrasin vörurnar, hafþyrniolíuna góðu en hún virkar einstaklega vel gegn augþurrki.
Að auki inniheldur það lútein og zeaxanthin sem bæði auka virkni vörunnar með því að vinna gegn skaðlegum geislum frá snjalltækjum og tölvuskjám.
Þá hjálpa þau til við að blokkera áhrifin frá bláa ljósinu sem stafar af þessum tækjum.
Lútein er þar að auki þekkt bætniefni fyrir augu og augnbotna.
Membrasin bætiefnið er sérstaklega hentugt fyrir þá sem vinna mikið við tölvuskjái en það er ekki bara bláa ljósið sem hefur slæm áhrif á augun okkar. Við blikkum að jafnaði minna þegar við horfum á tölvuskjá heldur en annað og þá þorna augun enn meir en ella.“
Bætiefnið er í olíuformi og kemur í litlum og nettum veganhylkjum sem auðvelt er að kyngja. Þá er ekkert eftirbragð af vörunni eins og er oft með fitusýrubætiefni. Ráðlagt er að taka hylki einu sinni á dag og þá með mat, þar sem það eykur upptöku á bætiefninu.
Til þess að auka virknina enn frekar er mælt með að nota Membrasin augnbætiefnið með Membrasin augnúðanum, sérstaklega ef fólk er slæmt.
Því það er gott að smyrja bæði utanfrá og að innan.
Membrasin Vision augnúði
Membrasin augnúðinn er flokkaður sem lækningatæki með sannaða virkni.
Úðinn er sérlega einfaldur í notkun en þú einfaldlega lokar augunum og úðar á augnlokið og efnin seytla inn í augun. Úðann er óhætt að nota með hvort tveggja augnfarða og augnlinsum.
Þá inniheldur úðinn einnig hýalúrónsýru sem styður við vatnsbindigetu táravökvans.
Aukaverkan úðans er ánægjuleg, en bæði hafþyrniolían og hýalúrónsýran er rosalega góð fyrir húðina kringum augun. Þetta er því einskonar hrukkukrem í leiðinni.“
Vandamál tengd þurrki í slímhúð augna hafa færst í aukana síðustu ár vegna breyttra lífshátta, en við erum mörg hver farin að eyða miklum tíma með snjalltækin fyrir framan okkur.
Börn allt niður í þriggja ára eru farin að þurfa lausnir við augnþurrki enda verja mörg þeirra óhóflega miklum tíma með snjalltækjum.
Úðinn er sérstaklega hannaður fyrir viðkvæm augu og er óhætt að nota á börn niður í allt að þriggja ára aldur.
Membrasin moisture leggangakrem
Það er ekkert leyndarmál að í kringum 80% kvenna upplifa leggangaþurrk einhverntíma á lífsleiðinni, hvort sem er í lengri tíma eða tímabundið.
Þetta hefur hingað til verið feimnismál, trúlega af því þetta tengist kynlífi. En þær konur sem þjást af leggangaþurrki finna margar fyrir miklum sársauka þegar þær stunda kynlíf.
Það er tími til kominn að stinga á þessa feimnisbólu enda er það alls ekki hjálplegt að leyna upplýsingum frá konum sem finna fyrir óþægindum í leggöngum. Til dæmis er mjög algengt að konur séu ranggreindar með sveppa- eða þvagfærasýkingu þegar vandamálið í grunninn er leggangaþurrkur.
Margar upplifa mikla vanlíðan við að fara á hvern sýklalyfjakúrinn á fætur öðrum og uppskera fátt annað en sveppasýkingu í kjölfarið, ásamt því að fá aldrei viðeigandi meðhöndlun á þurrki í slímhúð legganga. Það vita það flestar konur að ef þeim líður ekki vel þarna niðri þá er líkaminn undirlagður og maður er alveg ómögulegur.
Kynlíf, sundferðir, líkamsrækt, þetta verður allt ein og sama píningin.
Hrjáir margar konur
Leggangaþurrkur er stórt og mikið heilsufarsvandamál og hefur verið að koma enn betur í ljós undanfarin ár með aukinni umræðu.
Þurrkur í slímhúð legganga er ekki bara eitthvað sem hrjáir konur á breytingaskeiði, þótt það sé vissulega stærsti hópurinn. Það er þetta blessaða estrógen, þegar það fellur þá byrjar ballið.
En leggangaþurrkur hrjáir líka yngri konur.
Hann getur stafað af því að vera með barn á brjósti og verið fylgifiskur þess að taka getnaðarvarnapilluna.
Einnig getur hann einfaldlega stafað af því að það vantar fitu eða önnur efni í mataræðið.
Þá er leggangaþurrkur sem og þurrkur í annarri slímhúð einnig þekktur fylgifiskur krabbameinsmeðferðar. Krabbameinslyfin eru hönnuð til þess að drepa allar frumur í líkamanum sem fjölga sér hratt, og til allrar óhamingju þá er slímhúðin einmitt byggð úr slíkum frumum.
Það góða við kremið og aðrar Membrasin vörur er að þær er óhætt að nota meðfram lyfjameðferðum. Þá má einnig nota kremið samhliða hormónameðferðum.“
Kremið inniheldur hafþyrnisolíuna góðu og hýalúrónsýru upp á rakann að gera.
Einnig er mjólkursýra sem er mikilvæg til að halda réttu sýrustigi í leggöngum og til þess að koma í veg fyrir að sýkingar nái að taka sig upp og grassera. Því þurr og óheilbrigð slímhúð eru kjörnar aðstæður fyrir sveppa- og bakteríusýkingar.
Kremið er flokkað sem lækningatæki og hefur sannaða virkni. Það er notað eftir þörfum og getur haft fyrirbyggjandi áhrif gegn sýkingum.
Kremið er ekki ætlað til þess að vinna bug á sýkingum sem þegar eru til staðar.
Flestar konur byrja á því að nota kremið daglega en minnka svo við sig eftir því sem á líður.
Flestar konur finna það svo strax ef eitthvað er öruvísi en það á að vera, og þá er mælt með því að auka aftur notkun kremsins. Einnig er mælt með því að taka Membrasin bætiefni meðfram.
Membrasin moisture bætiefni
Síðast en alls ekki síst er Membrasin moisture bætiefnið.
En um er að ræða almennt bætiefni fyrir alla slímhúð líkamans.
Það inniheldur hreina hafþyrnisolíu sem og A og E vítamín í litlum skömmtum, rétt til þess að ýta undir virknina.
Bætiefnið er algert dúndur fyrir alla slímhúð og húðina almennt, en margir eru að taka bætiefnið í vetrarþurrkinum. Þetta er það allra besta sem við getum gert til þess að næra húðina innan frá.
Bætiefnið kemur í hylkjaformi en hylkin eru lítil og nett og er þægilegt að gleypa þau.
Membrasin vörurnar fást í Apótekum, Heilsuhúsinu, Fjarðarkaup og Hagkaup.