Membrasin Vision bætiefnið inniheldur að sjálfsögðu hina dásamlegu hafþyrnisolíu (Omega7) sem nærir og mýkir slímhúð augna þinna. En það inniheldur meira.... FloraGLO®...hvað er það?
FloraGLO® er Lutein, sem er efni unnið er úr blómi morgunfrúarinnar. Lutein ver augun okkar bláum geislum sem koma frá tölvum og snjallsímum. Hefur þú ekki oft fundið fyrir þreytu og þurrki í augum eftir að hafa verið lengi í tölvunni eða símanum?
Það er engin leið til að forðast þessa bláu geisla í nútíma heimi, en það sem er hægt að gera er að verja augun með því að taka inn bætiefni sem innihalda efni sem minnka skaðleg áhrif.
Þreyta, þurrkur, sjóntruflanir, rauð augu og höfuðverkur eru fyrstu einkenni þess að augun séu undir álagi af völdum blárra geisla. Langtímaáhrif geta verið skemmd í augnbotnum og ýmiskonar vandamál sem koma fram með hækkuðum aldri.
Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að FloraGLO® lutein hjálpar, það virkar sem vörn gegn bláum geislum.