Sveppasýking

Sveppasýking í leggöngum – algeng en óþægileg


4 minute read

Við þekkjum það örugglega flest allar að hafa glímt við einhverskonar vandamál þegar kemur að kynfærasvæðinu eins og leggangaþurrk, þvagfærasýkingar eða sveppasýkingar. En erum við að spá í hvaða vörur við erum að nota og hvaða vörur geta virkilega hjálpað okkur til að hafa þetta svæði í toppstandi?

Afhverju sveppasýking ?
Sveppasýking í leggöngum stafar yfirleitt af gerlinum Candida albicans, sem er náttúrulegur hluti af meltingarkerfi manna. Sumar konur eru með þennan geril í leggöngum án þess að finna fyrir óþægindum, en við ákveðnar aðstæður getur það valdið sýkingu.

Það er ekki alltaf ljóst hvað veldur, en hjá sumum konum getur hún komið í kjölfar sýklalyfjameðferðar, í tengslum við tíðablæðingar, á meðgöngu eða vegna hormónabreytinga.

Einkenni

  • Pirringur, sviði og roði
  • Bólgnar og viðkvæmar slímhúðir í leggöngum, sem geta auðveldlega blætt
  • Brennandi tilfinning við þvaglát eða sársauki við samfarir
  • Hvít útferð sem líkist kotasælu, eða mjög þunn útferð – en stundum kemur engin aukin útferð fram

Þættir sem talið er að auki líkur eru:

  • Kynlíf
  • Sýklalyfjameðferð
  • Breytingar á sýrustigi (pH-gildi) í leggöngum
  • Erfðatengdir þættir
  • Flutningur gerla frá meltingarvegi
  • Skert ónæmiskerfi eða langvarandi streita

Er sveppasýking í leggöngum smitandi?
Talið er að hún smitist ekki við notkun á salernum eða við munnmök og einnig talið óalgengt að hún berist við samfarir.

Athugaðu sýrustigið
Ef þú ert óviss um sýrustigið (pH-gildið) í leggöngum getur þú notað ellen® pH-gildi próf® til að mæla það. Ójafnvægi í sýrustigi getur stuðlað að óþægindum og vandamálum í leggöngum. Sýrustig (PH-gildi) legganganna getur verið ólíkt milli einstaklinga og getur verið mismunandi eftir tímabilum og aldri. Almennt er þó æskilegt að það sé á milli 4,0 og 4,4.

Notaðu tíðartappa með góðgerlum þegar þú ert á tíðablæðingum
Á meðan á blæðingum stendur fækkar oft mjólkursýrubakteríum í leggöngum. Þú getur stutt við heilbrigt sýrustig með því að nota ellen® tíðartappana. Þeir innihalda sömu mjólkursýrubakteríur og finnast náttúrulega í heilbrigðum leggöngum kvenna og hjálpa til við að viðhalda réttu pH-jafnvægi. 

Notaðu ellen kremið sem inniheldur góðgerla
ellen® krem með góðgerlum er rakagefandi og jafnar út pH-gildið í leggöngum og vinnur gegn ertingu. Kremið inniheldur sömu náttúrulegu mjólkursýrubakteríur og finnast í heilbrigðum leggöngum kvenna, sem styðja við eðlilegt sýrustig og jafnvægi.

Ellen vörulínan fæst í flestum apótekum, Fjarðarkaup og Hagkaup.

Hægt er að skoða allar vörur frá ellen hér

« Back to Blog