Viltu auka kynhvötina?

Viltu auka kynhvötina?

Rekindle frá Higher Nature endurvekur kynlöngun þína með meðferðarskömmtum af náttúrulegri blöndu jurtaefna sem auka kynhvötina, ásamt viðbættu True FoodTM-sinki. Inniheldur efni úr kynorkuaukandi jurtum ásamt Liboost®, sem hefur vísindalega sannprófaða virkni sem hjálpar þér að endurvekja samband þitt við huga og líkama.

Ávinningur:

  • Eykur kynhvöt
  • 100% náttúrlega virk efni
  • Vísindalega sönnuð virkni Liboost®

Kynferðisleg nánd er ein af stoðum heilbrigðs sambands og niðurstöður sífellt fleiri rannsókna benda til tengsla hennar við almennt heilbrigði, jafnvel áhrif hennar á tjáningu gena. Lítil kynhvöt er viðfangsefni sem mörgum kann að þykja óþægilegt að ræða, en áhrifin sem hún getur haft á náin sambönd við aðra og hvernig við lítum á sjálf okkur eru veigamikil. Kynhvöt getur verið flókin og margþætt en við vildum búa til blöndu sem við gætum treyst á í samræmi við niðurstöður nýjustu rannsókna. 

Endurvektu kynlöngun þína með meðferðarskömmtum af náttúrulegri blöndu öflugra jurtaefna sem auka kynhvötina, ásamt viðbættu True FoodTM-sinki. 

Við blönduðum saman fimm samverkandi innihaldsefnum úr náttúrunni sem gera þér kleift að endurvekja samband þitt við huga og líkama.

Inniheldur hið vísindalega sannprófaða Liboost®. Þetta er gæðatryggður damiana-kjarni sem sýnt hefur verið fram á að auki kynhvöt og kynheilbrigði kvenna um 92% á fjórum vikum.

Konur sem tóku Liboost® í fjórar vikur greindu frá aukinni löngun, tíðni, ánægju og fullnægingu, ásamt minni þurrk og óþægindum. Eftir að hafa prófað Liboost® í fjórar vikur myndu 83% þessara kvenna kaupa það aftur og 85% þeirra myndu mæla með því við aðra.*

Fræ úr grikkjasmára er krydd sem er ríkt af einstaklega lífvirkum efnasamböndum og hefur verið notað í ayurvedískum lækningum til að meðhöndla ýmsa kvilla, allt frá því að koma jafnvægi á blóðsykur og blóðfitur til þess að takast á við hormónaójafnvægi með náttúrulegum hætti.

Niðurstöður rannsókna staðfesta þessa fornu vitneskju og sýna fram á að það geti hjálpað til við að draga úr krefjandi einkennum á borð við litla kynhvöt, skaplægð og hitakóf með því að stuðla að jafnvægi á kynhormónum kvenna á breytingarskeiði.

Panax ginseng styrkir mótstöðuafl líkamans gegn streitu, veitir stuðning á álagstímum og hefur mikið verið rannsakað vegna fjölbreytts ávinnings sem það hefur í för með sér.

*Neytendarannsókn á 29 konum á aldrinum 25–60 ára. 

Fyrir hverja er þetta

  • Konur á breytingaskeiði sem leitast eftir náttúrulegri lausn við lítilli kynhvöt
  • Konurá breytingaskeiði sem upplifa áhugaleysi, orkuleysi og skapsveiflur
  • Konur á breytingaskeiði sem leitast eftir að draga úr krefjandi einkennum með náttúrulegum hætti
  • Einstaklingar sem leitast eftir því að koma jafnvægi á testósterón í líkamanum (eykur ekki magn umfram eðlileg lífeðlisfræðileg mörk og virkar því best fyrir einstaklinga með lágt testósterón) 

Helstu kostir

  • Endurvektu kynhvötina
  • Tengstu sjálfri þér aftur
  • Stuðlar að eðlilegu magni testósteróns
  • Stuðlar að eðlilegum magni kvenhormóna
  • Stuðlar að eðlilegum blóðsykurgildum
  • Ríkt af góðum fjölfenólum og andoxunarefnum 

Hvers vegna að velja okkar vöru?

  • Fimm samverkandi innihaldsefni úr náttúrunni
  • Markaðsleiðandi kjarnablanda í skömmtum sem sýnt hefur verið fram á að auki kynhvöt
  • Fjórir öflugir jurtakjarnar sem lengi hafa verið nýttir til að auka kynhvöt og bæta kynheilbrigði kvenna, nýjar rannsóknir staðfesta þessa virkni.
  • Hágæða, staðlaðir kjarnar sem tryggja að magn virkra efna sé stöðugt og viðheldur þannig árangri.
  • Sink unnið úr shiitake-sveppum sem ræktaðir eru á vistvænt vottuðum býlum.
  • 100% náttúruleg virk efni, engin gerviefni
  • Gæðavottað af þriðja aðila 

Hvernig virkar þetta?

Blandan eykur kynhvöt eftir nokkrum leiðum:

  • Grikkjasmári stuðlar að jafnvægi estrógens og testósteróns – það hjálpar til við að auka kynhvöt og örvun.
  • Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að kryddið dragi úr öðrum einkennum breytingaskeiðs, svo sem hitakófi, skapsveiflum og nætursvita, sem oft geta dregið úr kynlöngun.
  • Liboost eykur blóðflæði sem stuðlar að örvun og dregur úr óþægindum og þurrki í leggöngum (með því að auka losun köfnunarefniseinoxíðs, sem er æðavíkkandi efni)
  • Liboost hjálpar einnig til við að slaka á sléttum vöðvum í leggöngum sem dregur úr óþægindum og eykur ánægju.
  • Þar að auki stuðlar Liboost að jafnvægi testósteróns innan eðlilegra lífeðlisfræðilegra marka kvenna með því að draga úr niðurbroti testósteróns ef þess þarf.
  • Sýnt hefur verið fram á að panax ginseng auki blóðflæði með því að auka losun köfnunarefniseinoxíðs, og hefur það lengi verið notað til að bæta kynheilbrigði.
  • Sýnt hefur verið fram á að panax ginseng hafi hamlandi áhrif á ensímið sem brýtur testósterón niður í DHT og því getur það hjálpað til við að hækka/koma jafnvægi á magn testósteróns hjá þeim sem þurfa á því að halda.
  • Sýnt hefur verið fram á að panax ginseng dragi úr skaplægð sem getur dregið úr kynlöngun og kynferðislegri virkni. Minnkað oxunarálag í heila og lækkað magn kortikósteróns í sermi gætu átt þátt í þessu.
  • Sýnt hefur verið fram á að Panax ginseng dragi úr þreytu, líklega sökum þess hve ríkt það er af andoxunarefnum.
  • Hugsanlegt er að Panax ginseng geti haft frekari áhrif á hormónakerfið með því að virka sem plöntuestrógen og hafa þannig áhrif á estrógenviðtaka, rannsóknir eru þó ekki samhljóða.
  • Tribulus hefur verið notuð sem kynorkuaukandi jurt, bæði í ayurvedískum og kínverskum lækningum, í því skyni að auka kynheilbrigði og lífsþrótt.
  • Rannsóknir sem notast við klínískt vottaða FSFI-kvarðann (e. female sexual function index) hafa sýnt fram á aukna kynhvöt kvenna, bæði fyrir og eftir tíðahvörf, við notkun tribulus. Þetta er talið vera af völdum aukningar á óbundnu og lífaðgengilegu testósteróni án þess að heildarmagn testósteróns verði fyrir áhrifum.

Samantekt

  • Stuðlar að hormónajafnvægi
  • Dregur úr einkennum breytingaskeiðs
  • Eykur orku
  • Stuðlar að jafnvægi í skapi
  • Eykur blóðflæði