B-12 er gríðarlega mikilvægt vítamín og reglulega þarf að fylla á B-12 birgðir líkamans.
B-12 er vatnsleysanlegt vítamín en það þýðir að þó við tökum stóran skammt, sem kannski nýtist ekki allur samdægurs þá losum við okkur við afganginn með þvagi. Þess vegna náum við illa að byrgja okkur upp af B-12.
Það er líka algengt að fólk eigi í vandræðum með ákveðna þætti í meltingu svo að það nær ekki að nýta B-12 úr fæðunni. Það þýðir að fólk getur fengið B-12 skort. Ákveðin magalyf geta líka haft áhrif á upptöku B-12 og valdið því að fólk fái skort. B-12 skortur getur líka verið ættgengur.
Þetta með meltinguna þýðir líka að þó að fólk taki inn bætiefni í töfluformi sem innihalda B-12, þá skila þau mjög litlu, sökum þessa vandamáls. Þá er miklu mun árangursríkara að taka B-12 inn með munnúða, sem þarf þá ekki á þessum hæfileika meltingarinnar til að nýta vítamínið að halda og virkar því miklu mun betur.
Fólk á ákveðnu mataræði getur verið í meiri áhættu en aðrir á að fá B-12 skort og er fólk sem er vegan í sérstakri áhættu en B-12 munnúðinn frá Nordaid er vegan.
Einkenni B-12 skorts eru að maður getur orðið mjög þreyttur, orkulaus og móður. Maður getur líka orðið utan við sig og ruglaður, og hugsunin orðið þokukennd. Maður getur orðið gleyminn og illa áttaður. Það eru alls konar furðuleg einkenni sem tengjast skorti á þessu vítamíni.
B-12 hefur losandi áhrif á efni sem kallast hómósýsten, en uppsöfnun á því talin vera einn af áhættuþáttum í sambandi við kransæðastíflu. Þannig að B-12 er líka mikilvægt fyrir góða heilsu hjarta og æðakerfisins.
Þetta er alhliða orkusprengja sem kemur í veg fyrir þreytu, orkuleysi og ýmislegt fleira.
Það eru 67 skammtar í hverri flösku af B-12 frá Nordaid. Dagskammtur eru þrír úðar á dag en í þremur úðum eru 1200 míkrógrömm.
Þetta er eitt af þeim vítamínum sem fólk þurfi að passa sérstaklega upp á að fá nóg af. Sérstaklega ef það er með einhverja af þeim áhættuþáttum sem nefndir eru hér fyrir ofan.
B12 úðinn er sykurlaus og inniheldur ekki gervisykur.