B-Complex - eins og samrýmdur saumaklúbbur

B-Complex - eins og samrýmdur saumaklúbbur

B-Complex spreyið frá Nordaid er blanda af 6 tegundum af B-vítamínum sem vinna vel saman.

B-vítamínin eru svolítið eins og saumaklúbbur, þau vilja vera saman og gera hluti saman. Það er oft mjög gott að taka þau mörg saman í einni kippu. 

Í þessari blöndu er líka einnig hátt hlutfall af B-12.

B-vítamínin í sameiningu virka vel fyrir ónæmiskerfið. Það er um að gera að passa upp á það á þessum tímum að gera allt sem er hægt til að hjálpa ónæmiskerfinu. Ef fólki vantar B-vítamín þá verður hárið líka lélegt og neglurnar. Upp á nýtinguna að gera mjög sniðugt að taka B-vítamín inn sem munnúða.

B-vítamín skortur hefur verið tengdur við minnistruflanir, jafnvel sjúkdóma sem tengjast þeim.

Það er mjög mikilvægt að huga að B vítamín inntöku alla ævi til að tryggja að maður verði hress heldri borgari þegar að því kemur.

Í B-Complex úðanum eru 67 dagskammtar, þrír úðar á dag.

B-Complex munnúðinn er vegan og sykurlaus og inniheldur ekki gervisykur.