Ýmsir þættir hafa áhrif, ekki bara það að við fáum ekki nóg járn úr fæðunni. Ungar konur fara til dæmis oft á miklar blæðingar, og eins konur sem nálgast eða eru á breytingaskeiði. Þá er ekkert óalgengt að blóðleysi og járnskortur geri vart við sig.
Járn er nauðsynlegt fyrir eðlilegan blóðbúskap og til að tryggja eðlilegt súrefnisflæði um líkamann.
Járn er líka mikilvægt fyrir ónæmiskerfið, það styður við andlega heilsu og öfluga heilastarfsemi. Þegar fólk er með járnskort getur það upplifað svima, magnleysi, minnistruflanir og alls kyns óþægindi út frá því. Það er auðvelt að fá mælt hvort mann vanti járn eða ekki með prufum.
Margir njóta góðs af því að taka inn járn, til dæmis ungar konur, þungaðar konur, eldri konur, þeir sem eru vegan, grænmetisætur og fleiri.
Það getur valdið hægðatregðu að taka inn járn. Þess vegna er sniðugt að nýta sér munnúða. Þá þarftu ekki að taka járnið gegnum meltingarveginn og þá losnarðu við hægðatregðuna, sem er vægast sagt óþægileg aukaverkun margra járn bætiefna.
Í járn munnúðanum frá Nordaid eru 67 dagskammtar, þrír úðar á dag.
Járn munnúðinn er vegan.