Af hverju freyðitöflur?

Af hverju freyðitöflur?

Freyðitöflur njóta sívaxandi vinsælda og alls ekki að ástæðulausu. Þær eru einfaldlega mjög þægilegur máti til að taka inn bætiefni!

Þær henta flestum vel, ungum jafnt sem öldnum og allt þar á milli.

Þeir sem eiga í erfiðleikum með að kyngja töflum og hylkjum, sem geta oft verið ansi hreint stór, eru guðslifandi fegnir að geta notað freyðitöflur í staðinn.

Einnig gera freyðitöflur það að verkum að fólk drekkur meiri vökva og það eitt og sér er auðvitað hagur fyrir heilsuna. Margir heldri borgarar eiga einmitt í vandræðum með að drekka nóg, þar sem þorsta tilfinningin hverfur oft með aldrinum. Freyðitöflur henta þeim því einstaklega vel.

Freyðitöflur bragðast líka oftast mjög vel og notandinn upplifir kannski að hann sé að drekka svaladrykk í stað þess að upplifa sig vera að taka bætiefni. Það eru þó ákveðin atriði sem vert er að hafa í huga við val á freyðitöflum. Það er mikið úrval af þeim þarna úti og gæðin eru mjög misjöfn.

Leitið eftir freyðitöflum sem innihalda ekki sykur eða gervisykur (sucralose, aspartame saccarine eða eitthvað í þá áttina...)

Betri sæta er stevía og xylitol sem er unnið úr jurtaríkinu. Einnig ættu freyðitöflurnar að vera lausar við óæskilega E efna kokteila, eins og gervi litar og bragðefni.  Erfðabreytt innihaldsefni ættu heldur aldrei að sjást í freyðitöflum.

Trace freyðitöflurnar:

  • Eru án sykurs og gervisykurs
  • Eru glútenlausar
  • Innihalda stevíu og xylitol sem sætuefni
  • Innihalda náttúruleg bragð og litarefni
  • Innihalda ekki erfðabreytt innihaldsefni
  • Eru GMP vottaðar
  • Eru Vegan