Hefur þú spáð í það hvað vatn er mikilvægt allri líkamsstarfsemi?
Jú, þú hefur heyrt af því ekki satt?
Það er talað um að líkaminn sé að stærsta hlutfalli vatn.
Lungun eru 90% vatn, blóðið er 82% vatn og húðin er 80% vatn.
Vöðvarnir og heilinn eru 70-75% vatn.
Meðalmaður hefur uþb 40 lítra af vatni í líkamanum daglega.
En hvað gerist ef líkaminn hefur of lítið vatn eða of mikið?
Þá getur komið upp ójafnvægi í steinefnasöltum líkamans (electrolites) og allskonar vandamál stinga upp kollinum. Þessi steinefnasölt eru blanda nokkurra steinefna, sem verða svo að steinefnasöltum þegar þau leysast upp í vatni.
Magnesíum, kalsíum, natríum og kalíum eru steinefnasölt.
Hollt og gott mataræði og nægileg vatnsdrykkja ætti að halda þessum söltum í jafnvægi en ýmislegt getur auðveldlega komið jafnvæginu í rugl.
- Íþróttaiðkun og líkamsrækt
- Mikil svitamyndun
- Lítil inntaka á fæðu
- Lítil neysla á kolvetnum (keto mataræði)
- Átraskanir
- Ónóg vatnsdrykkja
- Mikil kaffi eða áfengisdrykkja
- Niðurgangur og uppköst
- Ýmsir sjúkdómar
- Þurrt andrúmsloft s.s. eins og í flugvélum eða byggingum með mikilli loftræstingu
- Ýmiskonar lyf geta sett allt jafnvægi úr skorðum.
Ákveðnir aldurshópar eru líka útsettari fyrir ofþornun og ójafnvægi en aðrir.
Eldra fólk og börn eru til dæmis í meiri hættu á að þorna upp.
Einkenni ofþornunar og ójafnvægis geta verið:
- Þreyta og orkuleysi
- Svimi
- Pirringur
- Andlegt ójafnvægi
- þurr húð
- Bjúgur
- Blóðþrýstings ójafnvægi
Til að vera viss um að líkaminn sé í góðu vökvajafnvægi og fái nóg af seinefnasöltum (electrolites) getur verið gott að taka þau inn og þá í vökvaformi allra helst.
Freyðitöflur með steinefnasöltum eru góður kostur!
Trace - Max Hydrate freyðitöflurnar innihalda steinefnasölt í réttum hlutföllum og hjálpa líkamanum að vinna upp skort og skapa jafnvægi. Fyrir marga er nauðsyn að nota þau að staðaldri, en fyrir aðra getur verið gott að taka þau eftir þörfum.
Trace minerals freyðitöflurnar eru einstaklega bragðgóðar, sykurlausar, án gervisætu, GMO fríar, glútenlausar og vegan.
Þær innihalda einungis náttúruleg bragð og litarefni.