BPA í plasti – aldrei í umbúðum Trace !

BPA í plasti – aldrei í umbúðum Trace !

En hvers vegna? Hvað er þetta BPA í plasti og hvað er svona skaðlegt við það?

Jú, þetta er ákveðið efnasamband sem er notað við framleiðslu á plasti. Þetta plast er mikið notað í allskonar umbúðir, vatnsflöskur og margt fleira.

Rannsóknir hafa sýnt að þetta efni getur haft margvísleg slæm áhrif þó deilt sé um í hvaða magni efnið þarf að vera til að valda skaða.

Nægilegar vísindalegar sannanir eru fyrir því að BPA líki eftir estrógeni og geti því haft truflandi áhrif á hormónakerfi líkamans.....ógeðfellt svo ekki sé meira sagt.

Efnið getur einnig dregið úr þroska heilans og taugakerfisins hjá börnum og valdið ófrjósemi seinna meir.

Það er því ekki að ástæðulausu að Trace Minerals vilja ekki sjá þetta varhugaverða efni í sínum umbúðum og hafa fengið vottun þar að lútandi.

Nánar hér á upplýsingavef Matvælastofnunar

https://www.mast.is/is/matvaelafyrirtaeki/umbudir-snertiefni/bisfenol-a