Tilfinningin að passa ekki í sömu buxurnar að morgni og að kvöldi, leðurstígvélin fara að þrengja að kálfunum þegar líður á daginn, eins og allir liðir séu fullir af vökva og svona vanlíðan eins og líkaminn sé bólstraður með einhverskonar lagi af óþægindum......óþolandi!
Það er ýmislegt sem getur framkallað bjúg og auðvitað getur hann stafað af einhverskonar sjúkdóm eða ástandi.
Fæðuóþol getur valdið bjúg.
Það er reyndar mjög algeng ástæða. Glúten, mjólkurvörur og ýmislegt fleira getur verið málið.
Stundum vantar prótein í fæðið, jafnvel frekar hjá konum og það kann að orsaka bjúg....það getur verið sniðugt að taka saman mataræðið nokkra daga og þá er auðvelt að sjá ef það er málið.
Bjúgur getur orsakast af ójafnvægi í steinefnum og söltum og er þá ráðlagt að prófa að taka inn svokölluð steinefnasölt (electrolytes) til að halda þeim í jafnvægi.
Þetta ójafnvægi getur komið fram af ýmsum ástæðum, til dæmis ef við svitnum mikið (líkamsrækt, breytingaskeið og fl).
Of mikið af unnu fæði getur orsakað bjúg enda er sá matur fullur af allskonar aukaefnum sem geta valdið álagi á líkamann og hann bregst við með því að mynda bjúg.
Blessaðir hormónarnir geta auðvitað haft áhrif, hvort sem þeir eru okkar eigin framleiðsla eða teknir inn í einhverju formi.
Síðast en ekki síst.....ef að meltingin er ekki í lagi og við náum ekki að hafa hægðir daglega....þá getur svo sannarlega myndast bjúgur.
Þetta er auðvitað ekki allt sem getur valdið eða ýtt undir bjúg....en svona kannski það helsta.
Til að vinna bug á veseninu er auðvitað gott að átta sig á orsökinni og vinna með það. En við getum líka hjálpað líkamanum með ýmsum leiðum. Fyrrnefnd steinefnasölt eru stór hjálp.
Það eru einnig til allskonar bætiefni sem ætluð eru til hjálpar og eitthvað af þeim getur alveg virkað.
Aðal málið er samt að reyna af finna uppsprettuna. Þar liggur hundurinn grafinn með flest það sem við glímum við.....vinna á orsökinni frekar en að meðhöndla einkenni.