Jú það er víst málið og samt....enn í dag, dálítið feimnismál.....
Eruð þið að ná þessu?
8 af hverjum 10 konum á vinnustaðnum ykkar, í fjölskyldunni, í saumaklúbbnum og ræktinni munu upplifa leggangaþurrk einhvern tíma á ævinni.
Við konur erum samt alveg ótrúlega duglegar við að þegja þetta í hel og skellum skuldinni á eitthvað annað bara....sveppasýkingu, þvagfærasýkingu, óþol fyrir þvottaefni eða efninu í nærbuxunum, nú eða bara óþol eða ofnæmi fyrir því að sofa hjá karlinum!
Auðvitað geta þessi ofantöldu vandamál komið upp, en núna, þegar Membrasin er búið að vera á markaðinum í ár, þá er ég búin að átta mig á að oftar en ekki er um legganga og kynfæraþurrk að ræða...og....það er oftast hægt að ráða bót á þessu án þess að nota hormóna.
Og til að hnykkja á einkennunum........
Kláði, sviði, verkir, sársaukafullt kynlíf, óþægindi eftir sund - ræktina - hjólreiðar......gætu verið einkenni þurrks.