Á þessum tíma árs er einhvern vegin allt að skrælna úr þurrki hér á landinu kalda og vindasama.
Loftið er þurrt, náttúran er þurr, við erum þurr!
Húðin, hárið, augun, nebbinn, leggöngin....allt að skrælna.
Það er víst lítið að gera í þessu með veðráttuna, við stjórnum því víst ekki...en við gerum hjálpað líkamanum að tækla þurrkinn.
Við höfum löngum vitað að omega fitusýrur til inntöku eru öflugur bakhjarl þegar kemur að því að vinna gegn þurrki, en á síðustu árum hafa sjónir beinst að einni fitusýru sérstaklega....í þessum tilgangi.
Omega 7 fitusýrunni!
Hana er að finna í olíu sem heitir hafþyrnisolía og er hreinlega algjört gull!
Membrasin vörurnar eiga það allar sameiginlegt að vinna gegn þurrki og einnig það, að þær innihalda allar gullið góða, hafþyrnisolíuna.
Membrasin pörin eru þrjú og það er algjörlega einstakt hvernig þessu pör vinna saman að markmiðum sínum. Eins og gott hjónaband eða viðskiptasamband!
Fyrsta parið er sérstaklega hannað fyrir augu, bætiefni til inntöku og augnúði til að spreyja á augnlokin (hann vinnur svo inní augunum). Þessar vörur henta að sjálfsögðu öllum kynjum enda er augnþurrkur ekki kynbundið fyrirbæri. Ekki það að konur á breytingaskeiði eru sérstaklega útsettar fyrir þessu, en aðrir sleppa samt ekkert.
Annað parið er sérstaklega hannað til að vinna gegn leggangaþurrki kvenna, en talið er að um 80% upplifi þau óþægindi einhvern tíma á ævinni. Parið samanstendur af bætiefni til inntöku og kremi til að nota í leggöng og á kynfæri.
Þriðja parið er sérstaklega hugsað fyrir einstaklinga sem eru að glíma við þurra húð, exem og jafnvel psoriasis. Parið samanstendur af bætiefni til inntöku og græðikremi. Græðikremið má nota á börn 4 ára og eldri en hafa ber í huga að forðast þess að bera kremið nálægt augnsvæðinu.
Snúum þurrki í raka og njótum þess að láta Membrasin að hjálpa!